Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Per­sónu­hlíf­ar til einka­nota

Per­sónu­hlíf­ar til einka­nota

Persónuhlíf er hvers konar búnaður eða tæki sem einstaklingur klæðist eða heldur á til að verjast hættu eða hættum sem ógnað geta heilsu hans eða öryggi. Markaðseftirlit með persónuhlífum er tvískipt. Vinnueftirlitið er með markaðseftirlit með persónuhlífum sem ætlaðar eru til notkunar á vinnustöðum og HMS er með markaðseftirlit með persónuhlífum sem ætlaðar eru til einkanota.

Persónuhlífar sem ætlaðar eru til einkanota eiga að vera CE merktar og það þarf ekki sérstakt leyfi yfirvalda til að selja þau.

Það þarf að hafa í huga að allir aðilar sem koma að framleiðslu, innflutningi, heildsölu eða sölu á persónuhlífum eru ábyrgir fyrir að þær vörur sem þeir bjóða uppfylli allar lagalegar kröfur. Það er því afar mikilvægt að framleiðendur, innflytjendur og söluaðilar persónuhlífa kynni sér vel hvaða kröfur persónuhlífin á að uppfylla.

Reglugerð nr. 728/2018 um gerð persónuhlífa gildir hér á landi og er hún í samræmi við reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að í Evrópu séu eingöngu markaðssettar öruggar persónuhlífar. Áhersla er lögð á kröfur um heilsu og öryggi notenda, að persónuhlífar séu CE-merktar, að leiðbeiningarnar séu á íslensku og að samræmismatsaðferðir séu eins í öllum aðildarríkjunum Evrópska efnahagssvæðisins. Framleiðandinn eða fulltrúi hans innan Evrópska efnahagssvæðisins verða að gefa út samræmisyfirlýsing (e. EU Declaration of Conformity) fyrir hverja tegund persónuhlífa sem sett er á markað.

Dæmi um persónuhlífar eru

  • andlitsgrímur
  • heyrnarhlífar
  • hjálmar
  • öryggisgleraugu
  • hlífðarbúnaður mótorhjólamanna, svo sem hlífðarfatnaður sem geta dregið úr höggum og alvarlegum meiðslum, hlífar fyrir bak og útlimi, hanskar og skófatnaður
  • fatnaður og búnaður til að auka sýnileika, svo sem endurskinsvesti og endurskinsmerki fyrir gangandi vegfarendur.
  • persónuhlífar til einkanota til að verjast hita t.d. ofnhanskar og pottaleppar
  • Persónuhlífar eru flokkaðar í þrjá áhættuflokka eftir alvarleika áhættu sem viðkomandi persónuhlíf verndar gegn, sjá nánar undir samræmismatsaðferð.

Merkingar og notkunarleiðbeiningar

Á persónuhlífum verður að koma fram:

  • tegund, lotu- eða raðnúmer eða annað auðkenni
  • nafn, skráð vöruheiti eða vörumerki og póstfang framleiðanda
  • nafn, skráð viðskiptanafn eða vörumerki og póstfang innflytjanda.

Ef ekki er hægt að setja þessar merkingar á persónuhlífina þá verða þær að vera á umbúðunum eða í fylgiskjali sem fylgir persónuhlífinni. Notkunarleiðbeiningarnar verða að innihalda eftirfarandi:

  • leiðbeiningar á íslensku um notkun, geymslu og viðhald (servicing) á persónuhlífinni
  • frammistaða (performance)
  • Hvaða áhættuflokki varan tilheyrir (I, II, III)
  • leiðbeiningar um fylgihluti (for accessories)
  • tengiliðaupplýsingar og kenninúmer tilkynnta aðilans sem framkvæmdi gerðarprófun persónuhlífa vörunnar
  • nafn og heimilisfang framleiðanda.

Nánari upplýsingar um kröfur um PPE merkingar og leiðbeiningar er að finna í viðauka II og viðeigandi staðli.

Hægt er að sjá tilkynnta aðila á vefsíðu NANDO hér. https://ec.europa.eu/growth/tools-databases/nando/index.cfm?fuseaction=notifiedbody.main

Ít­ar­efni