Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Leikföng
Leikföng
Meðal verkefna HMS er markaðseftirlit með leikföngum. Öryggi leikfanga og markaðssetning þeirra byggist á samræmdri löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu sem innleidd er hér á landi með reglugerð nr. 944/2014.
Leikföng sem sett eru á markað skulu uppfylla kröfur viðkomandi reglugerðar og rekstraraðilar skulu bera ábyrgð á því að leikföng standist kröfur í samræmi við það hlutverk sem hver þeirra gegnir í aðfangakeðjunni, og þannig tryggja öfluga vernd að því er varðar hagsmuni almennings, eins og heilbrigði og öryggi, verndun neytenda og umhverfisins og einnig tryggja sanngjarna samkeppni á markaði.
Í tilskipun 2009/48/EB frá 18. júní 2009 um öryggi leikfanga er settur rammi í þeim tilgangi til að mæla fyrir um reglur er varða öryggi leikfanga og frjálsan innflutning innan Evrópusambandsins. Þessi tilskipun gildir um vörur sem eru hannaðar eða ætlaðar, hvort sem það er að öllu leiti eða að hluta, fyrir leik barna yngri en 14 ára.
Tilskipunin um öryggi leikfanga er lagagrundvöllur fyrir reglugerð nr. 944/2014 um öryggi leikfanga og markaðssetningu þeirra á Evrópska efnahagssvæðinu.