Askur - mannvirkjarannsóknarsjóður veitir styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar.

Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Við hverja úthlutun verður horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni.

Innviðaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og HMS stóðu fyrir formlegri athöfn þann 17. mars sl. þar sem fyrsta formlega styrkveiting úr Aski-mannvirkjarannsóknarsjóði fór fram. Nánari upplýsingar um úthlutunina má nálgast hér á síðunni

Kynning á Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði

Nán­ari upp­lýs­ing­ar

HMS annast rekstur og dag­lega umsýslu sjóðsins, stjórnsýslu, framkvæmd úthlutunar og samskipti við fagráð sjóðsins. Hægt er að óska eftir frekari upplýsingum með því að senda tölvupóst á netfangið askur@hms.is

Starfsmenn Asks hjá HMS:

  • Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, hrafnhildur.hrafnsdottir@hms.is
  • Olga Árnadóttir, olga.arnadottir@hms.is
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, thora.thorgeirsdottir@hms.is