Húsnæðisáætlanir

Eitt af hlutverkum HMS er að halda utan um og aðstoða sveitarfélögin við gerð húsnæðisáætlana.  Húsnæðisáætlunum er ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.

Um hús­næð­is­á­ætl­an­ir

Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna.

Mark­mið og til­gang­ur hús­næð­is­á­ætl­ana

Það er tilgangur laga um húsnæðismál að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Til þess að tilgangi laganna verði náð þurfa sveitarfélög að greina stöðu húsnæðismála innan sinna marka og setja sér áætlun um hvernig þeim málum skuli háttað. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimila í hverju sveitarfélagi. 

Hverj­ir gera hús­næð­is­á­ætl­an­ir?

Sveitarstjórnir fara með stefnumótun húsnæðismála í hverju sveitarfélagi fyrir sig en í 5. gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998 segir að sveitarstjórn beri ábyrgð á og hafi frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. Þá segir í 14. gr. laganna að sveitarfélög skuli greina með reglubundnum hætti þörf fyrir íbúðir í sveitarfélaginu og gera áætlanir til fjögurra ára fyrir sveitarfélagið um hvernig þörf fyrir íbúðarhúsnæði verður mætt. 

Reglugerðnr. 1248/2018 um húsnæðisáætlanir sveitarfélagaer sett í framhaldi af breytingu á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og er þar m.a. kveðið á um að öll sveitarfélög skuli gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og þær skuli uppfærðar árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem orðið hafa á forsendum hennar á milli ára. Þá kemur fram að sveitarfélög skuli tryggja að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins sé í samræmi við gildandi fjárhags- og skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og eftir atvikum aðrar áætlanir sem áhrif hafa á þróun hús­næðis­mála.

Uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til HMS eigi síðar en 1. mars ár hvert og skal fyrstu útgáfu húsnæðisáætlana skilaðeigi síðar en 1. mars 2019.

Mikilvægt er sveitarfélög móti sér stefnu í húsnæðismálum til lengri og skemmri tíma og að gerð húsnæðisáætlana verði samstarfsverkefni innan stjórnsýslu sveitarfélags, með aðkomu félagsþjónustu, skipulagsyfirvalda, fjármálastjóra og umsjónaraðila fasteigna sveitarfélags (byggingafulltrúa). 

Hlut­verk Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar

Samkvæmt lögum um nr. 44/1998 um húsnæðismál hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun m.a. það hlutverk að halda utan um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og vera sveitarfélögunum til ráðgjafar við gerð þeirra.

HMS ber að fylgjast með áætlanagerð sveitarfélaga um þörf á íbúðarhúsnæði í sveitar­félaginu og veita ráðgjöf og upplýsingar við áætlanagerðina.

HMS lætur sveitarfélögum í té þau gögn og aðrar upplýsingar á sviði húsnæðismála sem hann hefur safnað og nýst geta sveitarfélögum við vinnslu húsnæðisáætlana.

Tengiliðir HMS

Ef þig vantar nánari upplýsingar getur þú haft samband við teymi húsnæðisáætlana hjá HMS. Elmar Erlendsson er teymisstjóri.

Elmar Erlendsson

Jón Örn Gunnarsson

Reglugerð um húsnæðisáætlanir

Í Reglugerð nr. 1248/2018 er hægt að nálgast nánari upplýsingar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

Reglugerð um húsnæðisáætlanir

Í Reglugerð nr. 1248/2018 er hægt að nálgast nánari upplýsingar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.