Stofnframlög
Stofnframlög
Stofnframlög
Stofnframlög
Stofnframlög eru húsnæðisstuðningur í formi eiginfjár sem veitt eru annars vegar fyrir hönd ríkisins í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem almennar íbúðir eru staðsettar. Framlögin eru veitt til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága einstaklinga og fjölskyldur. HMS og sveitarfélögum er heimilt að veita stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á almennum íbúðum til:
- húsnæðissjálfseignarstofnana
- sveitarfélaga og lögaðila í eigu sveitarfélaga
- lögaðila sem uppfylla skilyrði fyrir lán frá HMS
- lögaðila sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni og samræmast markmiðum laga, með samþykki ráðherra
Það er einnig hægt að sækja um fyrir hönd óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar, en staðfesting á stofnunarferlinu þarf að vera komin áður en stofnframlag getur verið greitt út. Umsækjandi þarf að vera einn af stofnendum stofnunarinnar.
Stofnframlög og viðbótarstuðningur við almenna íbúðakerfið
HMS úthlutar 18% af stofnvirði almennra íbúða, sem er kostnaðurinn við bygginguna eða kaupin. Sveitarfélag veitir 12% af stofnvirði íbúðanna. Einnig er hægt að veita tvenns konar viðbótarframlög frá ríkinu:
- Allt að 4% viðbótarframlag fyrir íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga og vegna húsnæðis sem ætlað er námsmönnum eða öryrkjum.
- Sérstakt byggðaframlag frá ríkinu vegna byggingar almennra íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Tilgangur framlagsins er að fjölga almennum íbúðum á svæðum þar sem leigumarkaður er óvirkari en annars staðar vegna framangreindra aðstæðna.
HMS metur þörfina og ákvarðar fjárhæðir viðbótarframlaga. Heildarstofnframlag ríkis og sveitarfélags getur verið allt að 30% eða hærra ef bæði viðbótarframlög eru veitt.
Húsnæðissjálfseignarstofnanir
Húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er tegund af sjálfseignarstofnun sem hefur leyfi til að byggja, kaupa, eiga og reka almennar íbúðir í þágu almennings.
Stofnunin starfar samkvæmt reglum um sjálfseignarstofnanir og þarf að fá samþykki ráðherra fyrir starfsemi sinni.
Gjöld sveitarfélaga
Gjöld sveitarfélaga skipta máli við mat á umsóknum um stofnframlög, bæði vegna byggingarkostnaðar og rekstraráætlana eigenda íbúðanna.
Til að tryggja nákvæmt mat á umsóknum hefur HMS útbúið eyðublað um staðfestingu á stofnframlagi sem sveitarfélög þurfa að fylla út fyrir hverja umsókn um stofnframlag ríkisins.
Upplýsingar um eyðublaðið:
- Sveitarfélag staðfestir stofnvirði íbúðanna og sundurliðun á sínu stofnframlagi.
- Stofnframlag sveitarfélags þarf að vera 12% af stofnvirði og getur verið í formi fjárframlags, lóðar, afsláttar eða niðurfellingar gjalda.
- Ríkisframlag fæst aðeins ef sveitarfélagið veitir sitt framlag, sem þarf að vera samþykkt af sveitarstjórn.
Endurgreiðsla stofnframlaga og Húsnæðismálasjóður
Stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum geta verið háð skilyrðum um endurgreiðslu þegar lán hafa verið greidd. Endurgreiðslan miðast við fasteignamatið og greiðslubyrði lána.
Stofnframlag þarf að endurgreiða ef íbúðin hættir að uppfylla skilyrði fyrir almennar íbúðir, ef eigandi brýtur lög eða ef önnur skilyrði eru ekki uppfyllt. Einnig þarf að endurgreiða ef íbúðin er seld og andvirðið ekki notað í að kaupa aðra almennar íbúð.
Endurgreiðslur stofnframlaga og leigugreiðslur af íbúðum þar sem lán og stofnframlög hafa verið greidd renna í Húsnæðismálasjóð.
Húsnæðismálasjóður mun stuðla að sjálfbærni íbúðakerfisins og taka við úthlutun stofnframlaga samkvæmt nánari reglum.