Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki.

Umhverfismál

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar, framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

Sjá nánar um umhverfismál

Umhverfismál

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar, framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

Sjá nánar um umhverfismál

Hlut­verk Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar

  • Vernda líf og heilsu, eignir og umhverfi með því að tryggja virkt eftirlit með gæðum og öryggi í mannvirkjagerð, brunavörnum, minnkun vistspors og réttleika skráningar fasteigna.
  • Tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
  • Stuðla að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga og áreiðanlegu fasteignamati.

Fram­tíð­ar­sýn HMS til árs­ins 2026 er að:

  • Vera leiðandi í opinberri þjónustu, stafrænum lausnum, miðlun upplýsinga, samstarfi og nýsköpun á öllum málefnasviðum.
  • Auka sjálfbæra þróun með því að efla rannsóknir, tryggja rekjanleika í mannvirkjagerð, virkja hringrásarhagkerfið og fjölga grænum hvötum.

Ársskýrsla 2021

Ársskýrsla HMS fyrir árið 2021 hefur nú verið birt. Á árinu 2021 var ársveltan kr. 2.478,4 milljónir og afkoma jákvæð kr. 0,5 milljónir.

Opna ársskýrslu HMS

Ársskýrsla 2021

Ársskýrsla HMS fyrir árið 2021 hefur nú verið birt. Á árinu 2021 var ársveltan kr. 2.478,4 milljónir og afkoma jákvæð kr. 0,5 milljónir.

Opna ársskýrslu HMS