Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Nikótín­vör­ur og rafrett­ur

Nikótín­vör­ur og rafrett­ur

Smá­sölu­leyfi fyr­ir ník­ótín­vör­ur og rafrett­ur

Þeir aðilar sem hyggjast selja nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur þurfa sérstakt leyfi HMS.

Út­gef­in leyfi og sam­þykkt­ar vör­ur

Hér má finna yfirlit yfir vörur sem hafa hlotið samþykki og sölustaði með gild leyfi:

Inn­flutn­ing­ur nikótín­vara og rafrettna

Framleiðendur og innflytjendur sem flytja inn nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar með nikótíni skulu tilkynna HMS um fyrirhugaða markaðssetningu.

Rafrettur og áfyllingar skal tilkynna sex mánuðum fyrir markaðssetningu og nikótínvörur þremur mánuðum áður.

Gjöld fyr­ir til­kynn­ing­ar

Gjald fyrir hverja tilkynningu er 75.000 krónur. Tilkynning verður ekki tekin til meðferðar fyrr en gjaldið hefur verið greitt. Senda skal tilkynningar á hms@hms.is.

  • Greiða skal gjald fyrir hverja vörulínu nikótínvara með sama nikótínhlutfalli, óháð bragðtegundum eða stærð púða.
  • Greiða skal gjald fyrir hverja tegund rafrettu og undirhluta hennar, þar á meðal hylki, tank og búnað án hylkis eða tanks.

Eftir móttöku tilkynningar metur HMS innsendar upplýsingar, fjölda gjaldskyldra vörulína og sendir tilkynnanda heildarupphæð. Innlendir aðilar fá reikning í heimabanka og þurfa að senda kvittun fyrir greiðslu. Greiða þarf innan 3 mánaða – annars fellur tilkynningin úr gildi og markaðssetning verður óheimil.

Greiðslur eru ekki endurgreiddar, jafnvel þótt skráningu sé hafnað.