Nikótínvörur og rafrettur

Nikótínvörur og rafrettur skulu uppfylla þau viðmið sem gilda um öryggi hér á landi.

Hér má finna upplýsingar um þau lög og reglugerðir sem gilda um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, fræðsluefni, tilkynningar og algengar spurningar og svör.

Um nikótínvörur og rafrettur gilda lög nr. 87/2018 um nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lögin taka m.a. á innflutningi, sölu, markaðssetningu, sýnileika, merkingum, aldurstakmörkunum, hámarksstyrkleika nikótíns, auk þess sem ákveðin innihaldsefni eru bönnuð. Þá eru umbúðir sem höfðað geta sérstaklega til barna og ungmenna bannaðar.

Í reglugerð, nr. 992/2022, um tilkynningar um markaðssetningu auk leyfisveitinga, og innihaldsefna nikótínvara, rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín er farið yfir nikótínstyrkleika nikótínvara, tilkynningaferli og leyfisveitingu fyrir smásölu.

Reglugerð, nr. 991/2022, um merkingar á umbúðum sem fylgja skulu nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær setur kröfur m.a. um hvaða viðvaranir og upplýsingar eiga að vera á umbúðum nikótínvara, rafretta og nikótínáfyllinga auk upplýsingabæklings sem á að fylgja slíkum vörum sem innihalda nikótín.

Útgefin leyfi

Fræðslu­efni