11. júlí 2025

Umsóknarviðmót byggingarleyfa í Norðurþingi er komið í loftið

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Norðurþing hefur bæst við notendahóp umsóknarviðmóts byggingarleyfa hjá HMS. Þetta er mikilvægt skref í þeirri vegferð að samræma og einfalda umsókn og útgáfu byggingarleyfa hjá öllum sveitarfélögum á landinu og stuðla að vandaðri mannvirkjagerð til framtíðar. Með beinu aðgengi að reglulega uppfærðum gögnum um byggingarleyfisumsóknir og afgreiðslu þeirra fæst stórbætt yfirsýn yfir stöðu uppbyggingar á Íslandi.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið Byggingarleyfi á Íslandi - allt á einum stað á heimasíðu HMS. Þar er einnig hægt að sækja um byggingarleyfi hjá sveitarfélögum sem hafa aðgang að umsóknarviðmótinu, en auk Norðurþings eru Reykjanesbær, Fljótsdalshreppur, Súðavíkurhreppur og Vopnafjörður með aðgang.

Stefnt er að því að öll sveitarfélög á landinu hafi aðgang að viðmótinu árið 2027.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS