10. júlí 2025

Þverfaglegt samstarf Brunamálaskólans og viðbragðsaðila - nýtt kennsluefni mótað

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 22. júní fór fram umfangsmikið samstarfsverkefni Brunamálaskólans, Landhelgisgæslu Íslands, Lögreglunnar, Landsbjargar og slökkviliða á suðvesturhorni landsins við Selfossflugvöll. Tilefnið var gerð kennsluefnis fyrir þjálfun viðbragðsaðila þar sem lögð var áhersla á öryggi, samhæfingu og rétt verklag við umgengni við þyrlur á vettvangi.

Landhelgisgæslan var með allt sitt þyrluviðbragð á svæðinu, tvær þyrlur, áhöfn og stuðningsteymi. Auk voru  viðbragðsaðilar og búnaðar frá slökkviliði Grindavíkur, Brunavörnum Árnessýslu ásamt fleirum viðbragðsaðilum.

Sviðsettar voru raunverulegar aðstæður þar sem tekin voru upp myndbönd til kennslu og þjálfunar, meðal annars vegna gróðurelda og þyrlumóttöku á slysavettvangi — aðstæður sem allir slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar á Íslandi þurfa að kunna bregðast við.

Gott skipulag, samvinna og fagleg aðkoma allra viðbragðsaðila er forsenda þess að verkefni af þessu tagi gangi upp og skili tilætluðum árangri. Verkefnið er hluti af þverfaglegri nálgun Brunamálaskólans til að efla þekkingu, öryggi og samhæfingu í störfum viðbragðsaðila um land allt. HMS þakkar öllum sem komu að verkefninu fyrir faglegt framlag og vonar að það verði fyrirmynd að áframhaldandi samstarfi og samæfingu innan viðbragðskerfisins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS