Mannvirkjaskrá
Mannvirkjaskrá
Umsókn byggingarleyfa
Umsókn byggingarleyfa
HMS vinnur að samræmdu umsóknarviðmóti fyrir byggingarleyfi á Íslandi. Í dag er það aðeins aðgengilegt fyrir byggingarleyfi í Reykjanesbæ, en stefnt er á að öll sveitarfélög á landinu hafi aðgang árið 2027.
- Fyrir önnur sveitarfélög er sótt um hjá viðkomandi sveitarfélagi.
Umsókn um byggingarleyfi
Athugið að eingöngu er hægt að sækja um byggingarleyfi í Reykjanesbæ.
Umsóknarferli
Aðgangur að umsóknarkerfinu er aðskilinn fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ef þú skráir þig inn með þínum skilríkjum og velur fyrirtækisaðgang, vinnur þú í umsóknum þess. Við staðfestum umboð þitt og forskráum umsóknir sem eru sendar til sveitarfélags til ákvörðunar.
Staðfesting aðkomu að framkvæmd
Eigendur fasteigna og aðalhönnuður staðfesta aðkomu með rafrænum skilríkjum og tölvupósti. Umsókn fer til byggingarfulltrúa eftir rafræna undirritun beggja aðila, annars vistast hún í drögum og fer ekki áfram.
Sækja um fyrir hönd fyrirtækis
Prókúruhafi þarf að veita starfsfólki umboð til að fá aðgang að svæði fyrirtækis. Ef fyrirtæki er eigandi umsóknar þarf prókúruhafi eða umboðsaðili að staðfesta aðkomu þess.
Starfsfólk með umboð geta skoðað umsóknir á mínum síðum fyrirtækisins á Ísland.is. Hönnuðir og starfsmenn með umboð geta unnið í umsóknum sem fyrirtækið á. Umsókn birtist öðrum hönnuðum ef hún er stofnuð eða staðfest af hönnuði skráðum á svæði fyrirtækis.
Eftir staðfestingu einstaklingsaðgangs er ekki hægt að veita öðrum hönnuðum aðgang, en hægt er að færa ábyrgð á milli. Ef mannvirkiseigandi er fyrirtæki, hafa allir með umboð aðgang og geta staðfest aðkomu eiganda.
Ábendingar
Fyrirspurnir um einstök mál eða leyfisveitingu skal beina til viðkomandi sveitarfélags.
Athugasemdir við upplýsingar á vefnum okkar eða nýtt umsóknarviðmót byggingarleyfa er hægt að senda á stafraenbyggingarleyfi@hms.is.