10. júlí 2025

Íbúðum í byggingu fækkar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra
  • Íbúðum í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka
  • Byggingaráformum fjölgar verulega á milli mánaða

Samkvæmt mælaborði íbúða í byggingu eru nú samtals 5.956 íbúðir skráðar í byggingu um allt land. Einnig hafa verið gefin út byggingarleyfi eða skráð samþykkt byggingaráform fyrir 1.206 íbúðir, en framkvæmdir við þær eru ekki hafnar.

Það sem af er ári hefur verið lokið við byggingu á 1.691 íbúð. Á fyrri helmingi ársins var lokið við byggingu á 1.662 íbúðum sem er álíka margar íbúðir og á sama tíma í fyrra. Nánast sami fjöldi íbúða eru á fyrri stigum framkvæmda, sem er fram að fokheldi og á þeim síðari. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú skráðar eru í byggingu eru á fokheldisstigi.

Af þeim íbúðum sem hafa orðið fullbúnar á árinu eru 60% þeirra á höfuðborgarsvæðinu, 17% á Suðurlandi og um 10% á Suðurnesjum. Til samanburðar hafði á sama tíma í fyrra verið lokið álíka margar íbúðir og í ár.

Full­bún­um íbúð­um fjölg­ar en íbúð­um í bygg­ingu fækk­ar

Í júní lauk byggingu 299 íbúða og jókst fjöldinn á ný eftir að hægst hafi síðustu mánuði. Fullbúnum íbúðum fjölgaði hratt í upphafi árs og voru á fyrstu mánuðum ársins nokkuð fleiri heldur en síðastliðin þrjú ár.

Fjölgun fullbúinna íbúða endurspeglast skýrt í mælaborði HMS, þar sem sjá má að heildarfjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman á milli mánaða. Þróunin gefur til kynna að framkvæmdir hefjist ekki með sama hraða og þær sem lokið er við.

Á sama tíma má greina fjölgun byggingaráforma,  en um 455 íbúðir hafa bæst við frá síðasta mánuði. Þó ber að hafa í huga að byggingaráform segja ekki endilega til um að framkvæmdir séu yfirvofandi á næstunni. Þau geta staðið óhreyfð um hríð, en gefa vísbendingu hvers gæti verið að vænta.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS