11. júlí 2025

Slökkvilið landsins sinntu 634 útköllum á öðrum ársfjórðungi 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Slökkvilið landsins sinntu alls 634 útköllum á öðrum ársfjórðungi 2025. Þar af var 21 útkall þar sem manneskja var í neyð. Þetta kemur fram í útkallsskýrslugrunni slökkviliða sem HMS hefur unnið tölfræðiupplýsingar úr á tímabilinu.

Slökkviliðin sinna fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þegar kemur að slökkvi- og björgunarþjónustu sveitarfélaga. Með lögbundnum verkefnum má nefna slökkvistarf, reykköfun, björgun á fastklemmdu fólki til dæmis vegna umferðarslysa, auk eldvarnareftirlit og forvarnir. Flest slökkvilið sinna einnig öðrum verkefnum, til dæmis sjúkraflutningum, slökkvitækjaþjónustu og björgunarstörfum.

Á meðal verkefna slökkviliða voru 61 útköll vegna umferðarslysa og 17 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 38 útköllum á öðrum ársfjórðungi 2025 vegna gróðurelda.

Færri út­köll vegna gróð­ur­elda

Gróðureldum fækkaði um rúmlega helming eða 53% á öðrum ársfjórðungi ársins 2025 samanborið við sama tímabil árið 2024, samkvæmt upplýsingum úr útkallsskýrslugrunni slökkviliða. Þessar tölur vekja von um friðsamt sumar hvað varðar gróðurelda, en ávallt er mikilvægt að bæta forvarnir og fræðslu til að draga úr hættu á þeim.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gefið út nýja og uppfærða kennslubók um gróðurelda, sem er nú aðgengileg á vefnum Gróðureldar. Bókin er ætluð slökkviliðum landsins og öllum þeim sem koma að forvörnum, skipulagi eða viðbrögðum vegna gróðurelda.

Vegna breytinga á veður- og gróðurfari sem og landnýtingu undanfarna áratugi hefur orðið aukin tíðni stórra gróðurelda á Íslandi. Því er mikilvægt að halda áfram að byggja upp þekkingu á gróðureldum og slökkvistarfi vegna þeirra. HMS vonast til þess að kennslubókin komi að góðum notum jafnt fyrir slökkviliðsmenn sem og aðra sem koma að þessu viðfangsefni, hvort sem það er með skipulagi landssvæða eða beinu slökkvistarfi.

Slökkvi­lið­in fara í út­köll vegna bil­ana í við­vör­un­ar­kerf­um

Af þeim 634 útköllum sem slökkvilið landsins fara í á öðrum ársfjórðungi ársins eru 180 af þeim útköll vegna elds. Útköll þar sem viðvörunarkerfi fer í gang, en ekki eldur, voru 17 sem er nokkur færri tilfelli en var á öðrum ársfjórðungi 2024. Í þessum útköllum er oftast ræst út í viðbragðinu F2 eða næsthæsti forgangur og fylgir því forgangsakstur þar sem tíminn skiptir miklu máli til að takmarka tjón og aðrar hættur. Gott er að þessum útköllum fækki mikið því þetta tekur tíma og skapar óþarfa hættu slökkviliðsmanna og aðra í umferðinni. Möguleg ástæða gæti stafað af betra eftirliti með viðvörunarkerfum, betri kerfum eða tilfallandi.

Út­köll­um fjölg­að þar sem mann­eskja er í neyð

Á öðrum ársfjórðungi árið 2025 voru 21 útköll slökkviliða vegna manneskju í neyð og eru þessi atvik orðin 35 það sem af er árinu 2025. Á sama tíma í fyrra höfðu slökkviliðin farið í 8 útköll vegna manneskju í neyð.  Meðaltal síðustu 9 ára er 41 útköll vegna manneskju í neyð og haldi áfram sem horfir verður fjöldi útkalla umfram meðaltal síðustu ára.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS