Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Stofnun nýrra fasteigna
Stofnun nýrra fasteigna
Ný landeign á grundvelli uppskiptingar landeignar
Ný landeign á alltaf uppruna í annarri eldri landeign sem skipt er upp. Sækja þarf um uppskiptinguna til viðkomandi sveitarfélags og leggja þarf fram hnitsettan uppdrátt (mæliblað) sem sýnir afmörkun hinnar nýju landeignarinnar.
Við uppskiptingu þarf að ákveða hvaða staðföng eiga að vera innan nýju landeignarinnar (sjá umfjöllun um staðföng neðar á þessari síðu). Heiti staðfanga á nýrri landeign og fjöldi þeirra á alltaf að byggja á fyrirhugaðri notkun landeignarinnar, þ.e. hvort reisa á þar mannvirki, hversu mörg mannvirki og hversu margir inngangar verða að hverju þeirra.
Nýjar landeignir eru færðar inn í landfræðilegan gagnagrunn sem heitir landeignaskrá. Í vefsjá landeigna má skoða allar landeignir sem skráðar hafa verið frá ársbyrjun 2013. Samhliða nýskráningu er unnið að innfærslu eldri heimilda um afmörkun landeigna og er skráin í örum vexti.
Landeignaskrá er einnig aðgengileg til niðurhals án endurgjalds
Umsækjandi skilar umsókn ásamt hnitsettum uppdrætti til embættis byggingarfulltrúa í viðkomandi sveitarfélagi. Byggingarfulltrúi afhendir HMS nauðsynleg gögn, sem yfirfer skráningu og færir upplýsingar í fasteignaskrá að gefnu samþykki sýslumanns.
Ný fasteign í fjölbýli eða innan landeignar
Ef fjölga á fasteignum innan landeignar eða í fjölbýli þarf að útbúa eignaskiptayfirlýsingu og sækja um skráningu til viðkomandi sveitarfélags.
Yfirlýsingin tekur gildi við þinglýsingu. Hér má nálgast nánari upplýsingar um eignaskiptayfirlýsingar.
Greitt er fyrir nýskráningu í fasteignaskrá samkvæmt gjaldskrá HMS.
Athugið að einungis þarf að greiða fyrir nýjar fasteignir, ekki fyrir það fasteignanúmer sem nýju eignirnar eru myndaðar úr.
Nýjum fasteignanúmerum til notkunar m.a. við gerð eignaskiptayfirlýsinga er úthlutað hjá byggingarfulltrúum viðkomandi sveitarfélags.