Fasteignaskrá

Fasteignaskrá

Fasteignaskrá

Fasteignaskrá

Sam­runi fast­eigna

Sótt er um samruna fasteigna til skipulags- og/eða byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Yfirlýsing um eignarhlutdeild í sameinaðri fasteign þarf að liggja fyrir, nema þar sem fasteignir eru allar í eigu sama aðila. Að sama skapi þurfa veðbönd að vera þau sömu eða fá samþykki veðhafa fyrir einni veðröð.

Ný fast­eign á grund­velli sam­runa fast­eigna í fjöl­eign­ar­húsi

Ef sameina á fasteignir í fjöleignarhúsi þarf að gera nýjan eignaskiptasamning.

Ný fast­eign á grund­velli sam­runa land­eigna

Þegar sameina á landeignir þarf að leggja fram mæliblað sem sýnir afmörkun hinnar nýju landeignar að fullu. Undantekningar geta verið á þessu og er því best að fá ráðleggingar hjá viðkomandi sveitarfélags áður en lagst er í gerð mæliblaða

HMS innheimtir ekki gjald fyrir samruna fasteigna.

Breyt­ing­ar og leið­rétt­ing­ar á skrán­ingu

Sótt er um allar breytingar á skráningu fasteigna til viðkomandi sveitarfélags. Breytt skráning felur ekki í sér tilkomu nýrra fasteigna heldur aðeins uppfærslu á skráðum eigindum.

Upplýsingar um breytingar á landnotkun landbúnaðarlands má finna á vef Stjórnaráðsins.

Upp­mæl­ing land­eigna

Þegar mæla á upp eignamörk landeigna sem áður hafa verið staðfest þarf fyrst að kanna hvaða gögn liggja þegar fyrir. 

Hægt er að fletta eigninni upp í Vefsjá landeigna og athuga hvort afmörkun hefur verið skráð hjá HMS. 

Gögn gæti einnig verið að finna hjá sveitarfélögum, sýslumanni og í landamerkjabókum.

Stað­föng

Staðfang (e. Access address) geymir bæði lýsandi og rúmfræðilegar upplýsingar um staðsetningu. Með lýsandi upplýsingum er til að mynda átt við í hvaða sveitarfélagi, bæ eða hverfi staðfangið er og við hvaða götu. Með rúmfræðilegum upplýsingum er átt við tvívítt hnit í samræmdu landshnitakerfi.

Staðföng nýtast þannig við skráningu einstaklinga, fyrirtækja, landeigna, mannvirkja, svæða eða annars sem þörf er á. Staðföng gagnast því almenningi með beinum hætti, sem og í gegnum hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki, svo sem stjórnvöld, neyðarþjónustu, rannsóknaraðila, veitufyrirtæki og fleiri.

Í grunninn er staðfang áfangastaður. Það vísar á inngang mannvirkis eða annars konar aðkomu. Tengslum staðfanga og landeigna er þannig háttað að mörg staðföng geta verið tengd hverri landeign en aðeins ein landeign er tengd hverju staðfangi. Þannig getur t.d. hver stigagangur fjölbýlishúss átt sitt staðfang.

Yfir 98% fasteigna í fasteignaskrá hafa tengingu við hnitsett staðfang.

Staðfangaskrá er aðgengileg til niðurhals án endurgjalds