Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Um fasteignaskrá
Um fasteignaskrá
Fasteignaskrá geymir allar grunnupplýsingar um landeignir og mannvirki sem á þeim standa.
Í fasteignaskrá er að finna upplýsingar um stærðir landeigna og mannvirkja, upplýsingar um byggingarefni og lýsingu á viðkomandi mannvirki, auk fasteigna- og brunabótamats. Fasteignaskrá geymir til viðbótar upplýsingar um þinglýst réttindi, svo sem um eigendur, veðbönd og kvaðir.
Opinn og læstur aðgangur
Veittur er aðgangur að grunnupplýsingum á borð við stærð fasteignar, brunabótamat og fasteignamat á opnu svæði. Gefinn er kostur á að nálgast ítarlegri upplýsingar um lóðir og mannvirki í Vefuppfletti fasteignaskrár.