Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Skráning fasteigna
Skráning fasteigna
Fasteignir, hluta þeirra og mannvirki skal skrá í fasteignaskrá samkvæmt lögum. Fasteign telst vera afmarkað land, ásamt réttindum og mannvirkjum sem eru varanlega tengd því.
Fjölgun fasteigna
Ef þú ert að fjölga fasteignum í fjöleignahúsi (fjölbýlishúsi með íbúðum sem fleiri en einn eiga) eða að bæta við íbúð í eigin húsi eða fasteign á eigin lóð, þarftu að greiða fyrir skráningu á nýju fasteignanúmeri í Fasteignaskrá hjá HMS.
Fjölgun landeigna
Ef þú ert að skipta upp landi til að búa til nýja lóð eða nýtt land, þarftu að ráða merkjalýsanda í verkið. Ferill skráningar er að eigendur lands og merkjalýsandi skoða skráningu fasteigna sem skipta á upp og mæla upp ný landamerki.
Samruni fasteigna
Sótt er um samruna fasteigna hjá skipulags- eða byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Ef fleiri en einn á eignirnar þarf að skila yfirlýsingu um eignarhlutdeild. Veðbönd verða að vera þau sömu eða veita þarf samþykki veðhafa.
Ef um er að ræða fjöleignarhús þarf nýja eignaskiptayfirlýsingu.
HMS innheimtir ekki gjald fyrir samruna fasteigna.
Samruni landeigna
Við samruna landeigna þarf að skila mæliblaði sem sýnir afmörkun nýrrar eignar. Undantekningar geta verið, svo gott er að fá ráð hjá sveitarfélaginu áður en mæliblað er gert.
HMS innheimtir ekki gjald fyrir samruna landeigna.