Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Skráning fasteigna
Skráning fasteigna
Í fasteignaskrá skal skrá allar fasteignir í landinu. Fasteign er afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt. Fasteignir, hluta þeirra og mannvirki skal skrá í fasteignaskrá samkvæmt lögum.
Fasteignaskrá er grundvöllur þinglýsingarbókar sýslumanna en í þinglýsingarbók er eignarhaldi og öðrum réttindum og kvöðum þinglýst. HMS breytir ekki skráningum í þinglýsingarbókum, eigendur gera það sjálfir með því að skila inn viðeigandi skjölum til sýslumanna, t.d. lóðarleigusamningi, kaupsamningi, afsali eða eignaskiptasamningi.