Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Áætl­un eigna­marka

Áætl­un eigna­marka

HMS stendur að verkefni þar sem landamerki jarða um allt land eru áætluð.

Að því marki sem upplýsingar um stærð og eignamörk lands skortir er HMS heimilt að áætla þau til skráningar í landeignaskrá. Áður en til þess kemur skal stofnunin gefa landeiganda eða öðrum hlutaðeigandi kost á því að bæta úr skorti á upplýsingum. Nánar um stærð og eignamörk í 3. mgr., 3. gr. a. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001.

Áætlunin felst í kortlagningu landamerkja jarða út frá fyrirliggjandi heimildum og samningum sem eigendur hafa gert í gengum tíðina. Út frá þessum gögnum eru landamerki jarða áætluð og fá landeigendur rafræna tilkynningu í gegnum Ísland.is. Landeigendum og öðrum viðkomandi gefst þá kostur á að koma fram með ábendingar, svo sem um túlkun á staðsetningu örnefna, eða leggja til frekari gögn sem ekki lágu fyrir áður, ásamt athugasemdum byggðum á þeim. Í kjölfarið er niðurstaða áætlaðra eignamarka birt.

Kostn­að­ur

Áætlun á merkjum jarða eru eigendum að kostnaðarlausu. Ætli eigandi að láta gera merkjalýsingu um eign sína, er það utan þessa verkefnis og fellur sá kostnaður á eiganda.  

Athugasemd við drög að áætlun eignamarka

Nánari upplýsingar um athugasemd við drög að áætlun eignamarka má finna á Ísland.is