Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Fasteignaskrá
Samruni fasteigna
Samruni fasteigna
Sótt er um samruna fasteigna til skipulags- og/eða byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags. Yfirlýsing um eignarhlutdeild í sameinaðri fasteign þarf að liggja fyrir, nema þar sem fasteignir eru allar í eigu sama aðila. Að sama skapi þurfa veðbönd að vera þau sömu eða fá samþykki veðhafa fyrir einni veðröð.
Ný fasteign á grundvelli samruna fasteigna í fjöleignarhúsi
Ef sameina á fasteignir í fjöleignarhúsi þarf að gera nýjan eignaskiptasamning.
Ný fasteign á grundvelli samruna landeigna
Þegar sameina á landeignir þarf að leggja fram mæliblað sem sýnir afmörkun hinnar nýju landeignar að fullu. Undantekningar geta verið á þessu og er því best að fá ráðleggingar hjá viðkomandi sveitarfélags áður en lagst er í gerð mæliblaða
HMS innheimtir ekki gjald fyrir samruna fasteigna.