Slökkviliðin
Slökkviliðin
Slökkviliðin
Slökkviliðin
Úttekt á starfsemi slökkviliða
Úttekt á starfsemi slökkviliða
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tryggir samræmi eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni skal stofnunin gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitastjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnareftirlits og starfsemi slökkviliða samkvæmt 6. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000.
Markmið úttekta er að staðreyna hvort framkvæmd starfs slökkviliða sé í samræmi við lög um brunavarnir, reglugerðum settum á grundvelli þeirra og brunavarnaáætlun sveitafélaga. Koma á framfæri leiðbeiningum til sveitarstjórnar um það sem betur má fara eftir því sem við á.
Til að tryggja samræmi úttekta er stuðst við skoðunarlista byggða á kröfum laga og reglugerðar til starfsemi slökkviliða.
Skýrsla um stöðu slökkviliða á Íslandi 2021
Öll slökkviliðin voru heimsótt á árinu 2021 og var starfsemi þeirra skoðuð í samræmi við kröfur gildandi laga og reglugerða sem þau starfa eftir.
Skýrsla um úttektir á slökkviliðum 2013-2015
Hér má nálgast skýrslu um úttektir á slökkviliðum á Íslandi 2013-2015