Slökkviliðin

Slökkviliðin

Slökkviliðin

Slökkviliðin

Sam­ræm­ing bruna­varna í land­inu

Sam­ræm­ing bruna­varna í land­inu

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að samræmingu brunavarna í landinu og stuðlar að samvinnu þeirra sem að þeim starfa. Með sjálfstæðum athugunum og úttektum leiðbeinir stofnunin sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og slökkviliða.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett saman úttektarlista sem hafður er til hliðsjónar við úttektir. Úttekt er framkvæmd af einum til tveimur sérfræðingum brunavarnaviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ásamt slökkviliðsstjóra eða fulltrúa hans.

Skoðunarhandbækur eru aðgengilegar sem nota skal til að staðfesta samræmi við íslenska löggjöf um brunavarnir. Handbækurnar eru til leiðbeiningar fyrir þá sem framkvæma eftirlit með slökkviliðum í umboði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Bækurnar skulu notaðar við skoðanir hjá öllum slökkviliðum. Aðalmarkmiðið með skoðunarhandbókunum er að tryggja einsleitni og samræmi í starfi einstakra skoðunarmanna / eftirlitsmanna.

Helstu markmið við gerð handbókanna voru:

  • Að uppfylla kröfur íslenskrar löggjafar um brunavarnir
  • Að uppfylla kröfur um eftirlit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í löggjöfinni
  • Að tryggja samræmi í niðurstöðum skoðana vegna löggjafar sem framfylgt er hverju sinni
  • Að bæta samræmi í skoðunum, hjá skoðunaraðilum og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
  • Að ákveða nauðsynlegar forsendur sem geta gert Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kleift að nýta sér þjónustu einkaaðila til að framkvæma skoðanir fyrir stofnunina
  • Allar stjórnsýsluákvarðanir þ.m.t. kröfur um úrbætur eru teknar og sendar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Til að tryggja að slökkvistarf sé faglegt, virkt og samhæft um land allt ber Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að vinna leiðbeiningar um starfsemi slökkviliða. Ef svo ber undir að sérfræðingar brunavarnasviðs verða reglulega varir við samskonar frávik við úttektir hjá mismunandi slökkviliðum skal kannað hvort grundvöllur sé fyrir því að vinna leiðbeiningar um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnareftirlits og slökkviliða.