15. október 2024

Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,28 prósent í september

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Vísitala íbúðaverðs lækkaði í fyrsta skiptið milli mánaða frá því í janúar
  • Mánaðarlækkun íbúðaverðs var mest hjá íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega hjá sérbýlishúsum
  • Hægt hefur á raunverðshækkun íbúða, en hún var 3,9 prósent á ársgrundvelli í september, samanborið við 4,5 prósenta hækkun í ágúst

Vísitala íbúðaverðs mældist 108,4 stig í september og lækkaði um 0,28 prósent á milli mánaða og er það í fyrsta skiptið sem íbúðaverð lækkar á milli mánaða frá því í janúarmánuði. Á síðustu 12 mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 9,5 prósent, sem er 3,9 prósent yfir 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs.

Taflan hér að neðan sýnir vísitöluna, ásamt mánaðarhækkun hennar og 12 mánaða hækkun, auk fjögurra undirvísitalna fjölbýlis og sérbýlis á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Vísi­tala íbúða­verðs fyr­ir sept­em­ber 2024

VísitalaGildiBreyting á milli mánaða12 mánaða breyting
Íbúðaverð108,4-0,28%9,5%
Sérbýli á hbs.107,6-1,72%9,9%
Sérbýli á landsbyggð112,92,45%14,6%
Fjölbýli á hbs.106,7-0,28%7,3%
Fjölbýli á landsbyggð110,6-0,09%7,8%

Á myndinni hér að neðan má sjá þróun vísitölu íbúðaverðs, ásamt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð. Einnig sýnir myndin undirvísitölur íbúðaverðs og eldri vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið 1994-2024 sem var birt á vef Fasteignaskrár, auk sameiginlegrar vísitölu, sem er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs fyrir tímabilið 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og tekur gildið 100 í janúar 2024. Myndina má finna á hms.is/visitolur.

Lækk­un­in drif­in áfram af fjöl­býl­is­hús­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Mánaðarlækkun íbúðaverðs var mest hjá íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem verð á sérbýlum lækkaði um 1,72 prósent og verð á fjölbýlishúsum lækkaði um 0,28 prósent. En flestir kaupsamningar í útreikningi vísitölunnar eru um fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu og vega þar með mest í lækkuninni. En þrátt fyrir mánaðarlækkun íbúðaverðs á landinu öllu hækkaði íbúðaverð milli mánaða hjá sérbýlishúsum á landsbyggðinni um 2,45 prósent, en færri samningar eru um sérbýli á landsbyggðinni.

Íbúðaverð heldur áfram að hækka umfram verðlag á landinu öllu, en ekki eins mikið og í júlí og ágúst. Raunverðshækkun nam 3,9 prósent í september, á sama tíma og raunverðshækkun nam 4,5 prósent í ágúst og 4,4 prósent í júlí.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS