Vísitölur íbúða- og leiguverðs

Hér fyrir neðan má sjá vísitölur HMS fyrir íbúða- og leiguverð.

Vísi­tala íbúða­verðs

  • Ný vísitala íbúðaverðs, ásamt undirvísitölum, tók gildi í janúar 2024 en hefur verið bakreiknuð til janúar 2020.
  • Eldri vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í janúar 1994 og hætti í janúar 2024.
  • Sameinuð vísitala íbúðaverðs er byggð á eldri vísitölum íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1981-2024 og nýrri undirvísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu frá janúar 2024. Sameinuðu vísitölurnar taka gildið 100 í janúar 2024.

Vísi­tala leigu­verðs

  • Eldri vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu nær frá janúar 2011 til maí 2023.
  • Sameinuð vísitala leiguverðs er annars vegar byggð á eldri vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar nýrri vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Vísitalan er sameinuð í maí 2023 og tekur þá gildið 100.