14. október 2024

Innköllun á leikföngum frá RUBBABU

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS vill vekja athygli á innköllun á öllum leikföngum frá merkinu RUBBABU. Leikföngin innihalda of mikið magn af nítróamín sem eru krabbameinsvaldandi við inntöku eða snertingu við húð. Börn geta orðið fyrir skaða með því að snerta vöruna eða setja hana í munn sér.

Lesa má tilkynningu um allsherjarinnköllun vörunnar á tilkynningarkerfinu Safety Gate með því að smella á þennan hlekk.

Unnið er með innflutningsaðila við innköllun vörunnar.  Seld hafa verið um 1.000 leikföng hérlendis á ýmsum stöðum. Innflutningsaðili varanna er Nordic Games. Flest leikföngin hafa verið seld í gegnum verslun Margt og Mikið en nokkur eintök fóru í verslanir Aftur-Nýtt ehf., Bókaverzlun Breiðafjarðar og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga.

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum leikfanganna sem eru innkölluð, en fleiri upplýsingar er hægt að finna í tilkynningu Safety Gate.

HMS beinir því til allra eigenda þessara vara að hætta notkun þeirra þegar í stað. Viðskiptvinir geta haft samband við söluaðila í gegnum tölvupóst á  margtogmikid@margtogmikid.is  eða í síma 5654444.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS