15. október 2024

Smáforrit byggingarstjóra fyrir skil á áfangaúttektum lokað

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur hætt að þjónusta smáforritið Byggingargátt HMS, en frá og með 15. desember næstkomandi verður ekki hægt að skila inn gögnum fyrir áfangaúttektir með forritinu.

Byggingarstjórar voru áður skyldugir til að skrá niðurstöður áfangaúttekta í byggingargátt HMS. Með tilkomu mannvirkjaskrá HMS hafa skilin hins vegar verið einfölduð, en með því geta byggingarstjórar skráð að þeir hafi framkvæmt áfangaúttekt í stað þess að skrá niðurstöður úttektarinnar í byggingargáttina.

Hér er hægt að skrá sig inn í vefviðmót mannvirkjaskrár.

Hægt er að fá leiðbeiningar og aðstoð við skil á gögnum með því að hafa samband við oryggi@hms, en einnig er hægt að finna fleiri upplýsingar um áfangaúttektir byggingarstjóra.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS