22. febrúar 2023

Úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði 2022

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Tilkynning frá IRN, HVIN og HMS

95 millj­ón­ir í styrki til rann­sókna og ný­sköp­un­ar á sviði mann­virkja­gerð­ar

39 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefni fengu í dag styrki samtals að fjárhæð 95 m.kr. úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhentu styrkina við athöfn í húsakynnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar (HMS). Styrkirnir eru veittir til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður var stofnaður árið 2021 og er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en umsýsla hans er í höndum HMS. Að þessu sinni bárust 62 umsóknir, sem samtals nema 472 m.kr. Sérstakt fagráð var skipað til að meta umsóknir og gerðu tillögu að úthlutun til innviðaráðherra sem veitir styrkina samkvæmt reglum sjóðsins.

„Askur – mannvirkjasjóður hefur fest sig í sessi og ánægjulegt er að umsóknum og styrkþegum hefur fjölgað. Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki við að styðja við íslenskt hugvit og efla rannsóknir og nýsköpun á sviði mannvirkjamála. Rannsóknir sem eru til þess fallnar að auka enn frekar framfarir í mannvirkjagerð, draga úr kolefnislosun og bæta þannig samfélag okkar og lífsgæði,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

„Áskoranir í loftslagsmálum eru allt um kring og krefjast framþróunar, nýsköpunar og nýtingu nýrra eða betri lausna, sérstaklega á sviði iðnaðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Við þurfum að virkja hugvit og nýsköpun í þágu loftslagsmála. Innleiða hugmyndir um sjálfbærni í allan iðnað og iðnnám. vistvæn mannvirkjagerð skiptir miklu máli þegar kemur að byggingariðnaðinum og það er því frábært að sjá að verkefnin sem fá úthlutun í dag eiga það nánast öll sameiginlegt að hafa ávinning sem snýr að umhverfismálum á einn eða annan hátt.“

„Það eru gríðarlega spennandi styrkumsóknir sem berast til Asks – mannvirkjarannsóknar-sjóðs. Styrkþegar eru verðmæt uppspretta framfara, nýrra lausna og rannsókna í byggingariðnaði. Innlegg þeirra í uppfærslu á RB blöðunum og aðgerðaáætlun Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð er ómetanlegt. Fjöldi umsókna staðfestir mikla þörf fyrir aukinn stuðning við byggingarrannsóknir,“ segir Hermann Jónasson, forstjóri HMS.

Samfélagslegar áskoranir og loftslagsmál

Styrkir eru veittir í fimm flokkum en áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, s.s. rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til að lækka kolefnisspor. Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni.

Loftslagsmál eru alltumlykjandi í öllum flokkum úthlutunar og eiga flest verkefnin það sammerkt að hafa ávinning sem snýr að umhverfismálum á einn eða annan hátt. Mörg verkefni sem hljóta styrk að þessu sinni leggja sitt að mörkum til að ná markmiðum verkefnisins Byggjum grænni framtíð sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð, en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum. Áætlað er að byggingariðnaðurinn beri ábyrgð á um 40% af allri losun á heimsvísu og því ljóst að þar liggja miklar framtíðaráskoranir tengdar loftslagsmálum.

Nánar um áherslur í hverjum flokki

  • Byggingarefni: Rannsóknir og þróun á byggingarefnum, á endingu þeirra og eiginleikum ásamt efnisvali og notkun í samræmi við lög um byggingarvörur. Einnig verkefni sem stuðla að minna kolefnisspori byggingarefna og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna t.d. með hönnun og eflingu hringrásarhagkerfisins.
  • Gæði: Rannsóknir á gæðum, endingu, hagkvæmni og hönnun íbúðahúsnæðis. Greiningar á hvers konar form íbúðarhúsnæðis þurfi að byggja, m.a. með tilliti til þróunar á félagslegum, menningarlegum, tæknilegum og sjálfbærum þáttum.
  • Orkunýting og losun: Verkefni sem varða orkunýtingu og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar.
  • Byggingargallar, raki og mygla: Greiningar á umfangi, orsökum og afleiðingum byggingargalla á Íslandi. Verkefni sem stuðla sérstaklega að aukinni þekkingu á raka- og mygluskemmdum í íslenskum mannvirkjum, samanburður og þróun aðferða við mælingar og mat á umfangi slíkra skemmda. Jafnframt hvernig unnt sé að fyrirbyggja þær og bregðast við þeim með árangursríkum hætti.
  • Tækninýjungar: Þróun tæknilegra lausna sem hafa einkum það markmið að draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum mannvirkja og auka verðmætasköpun, hagræðingu, framleiðni og/eða samræmingu meðal hagaðila í byggingariðnaði.

Nánar um fagráðið

Ráðherraskipað fagráð sá um að meta umsóknir í samræmi við áherslur á sviði nýsköpunar og atvinnulífs, veitti umsögn um styrkumsóknir og gerði tillögur til ráðherra um úthlutun styrkja. Í fagráðinu sátu eftirtaldir:

  • Olga Árnadóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, formaður ráðsins.
    - Þórunn Sigurðardóttir, varafulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, leysti hana af að hluta.
  • Björn Karlsson, fulltrúi innviðaráðuneytisins
  • Guðríður Friðriksdóttir, fulltrúi háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins
  • Ólafur Pétur Pálsson, fulltrúi samstarfsnefndar háskólastigsins
  • Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, fulltrúi Samtaka iðnaðarins

Styrkþegar – yfirlit

Eft­ir­far­andi verk­efni hlutu styrki í flokkn­um bygg­ing­ar­efni:

Eft­ir­far­andi verk­efni hlutu styrki í flokkn­um gæði:

Eft­ir­far­andi verk­efni hlutu styrki í flokkn­um orku­nýt­ing og los­un:

Eft­ir­far­andi verk­efni hlutu styrki í flokkn­um Bygg­ing­argall­ar, raki og mygla:

Eft­ir­far­andi verk­efni hlutu styrki í flokkn­um tækninýj­ung­ar:

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS