20. desember 2024
2. febrúar 2024
Upplýsingar um fasteignamat HMS í ljósi atburðanna í Grindavík
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS endurmetur árlega fasteignamat allra fasteigna á Íslandi. Í ljósi atburðanna í Grindavík og fjölda fyrirspurna um framkvæmd fasteignamats íbúða í bænum hefur HMS tekið saman helstu þætti sem hafa áhrif á fasteignamat eigna:
- Staðsetning fasteignarinnar. HMS tekur tillit til mismunandi staðsetningar íbúða með því að flokka þær eftir matssvæðum um allt land. Höfuðborgarsvæðið og Akureyri skiptast í minni matssvæði, en að öðru leyti er matssvæðum skipt eftir byggðarkjörnum og dreifbýlissvæðum innan sveitarfélaga. Grindavík er eitt matssvæði.
- Söluverð sambærilegra eigna. Innan hvers matssvæðis tekur HMS tillit til allra þinglýstra kaupsamninga og miðar við staðgreiðsluvirði þeirra á verðlagi í febrúar 2023. Eigendur íbúða á matssvæðum þar sem markaðsvirði er hærra geta því vænst þess að hafa hærra fasteignamat á sínum íbúðum heldur en íbúðaeigendur á öðrum matssvæðum.
- Eiginleikar og aldur fasteignar. HMS lítur til þess hvort fasteign sé skráð sem sérbýli eða fjölbýli, auk þess sem tekið er tillit til stærðar húsnæðis, aldurs og byggingarefnis. Þannig geta til dæmis eigendur nýrra íbúða vænst þess að hafa hærra fasteignamat á sínum íbúðum heldur en eigendur eldri íbúða.
- Verulegar breytingar á fasteign. HMS tekur tillit til skráningaskyldra breytinga á fasteign, sem geta meðal annars leitt til breyttrar stærðar eða notkunar á fasteigninni, auk verulegra endurbóta á eldra húsnæði. HMS hefur ekki til hliðsjónar endurbætur sem teljast til eðlilegs viðhalds á fasteign.
Þess ber að geta að við árlegt endurmat fasteigna er fasteignamat allra eigna reiknað að nýju á grundvelli ofangreindra þátta. Hægt er að skoða forsendur fasteignamats íbúða með því að fletta þeim upp á vef HMS og velja gildandi fasteignamat.
Athugið að gildandi fasteignamat fyrir árið 2024 miðast við áætlað markaðsverð eigna í febrúar 2023. Ef eignir eru endurmetnar í dag er fasteignamat viðkomandi eignar uppfært á vef HMS ásamt því að uppfærðar forsendur hafa áhrif á árlegt endurmat og þar með fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2025.
Sækja má um endurmat fasteignamats á https://island.is/fasteignamat.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS