5. ágúst 2025

Skráning sumarhúsalóða áberandi í júlí 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls var 110 nýjar lóðir skráðar í fasteignaskrá í júlí um allt land
  • Flestar skráningar voru sumarhúsalóðir eða 77 talsins
  • Ekki hafa fleiri sumarhúsalóðir verið nýskráðar í einum mánuði á síðustu  12 mánuðum

Alls voru 110 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá HMS í júlímánuði 2025. Flestar lóðir voru sumarbústaðalóðir eða alls 77 talsins. Auk þess voru skráðar 15 atvinnuhúsalóðir og 7 íbúðahúsalóðir. Aðrar tegundir lóða voru ellefu talsins.

Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Líkt og myndin sýnir tók skráning sumarbústaðalóða stökk nú í sumar og hafa um 60% skráninga ársins, átt sér stað í júní og júlí.

Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 11 talsins í júlí, en líklegt er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.

Flest­­ar lóð­­ir stað­­fest­­ar í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi

Flestar lóðir voru skráðar í Grímsnes- og Grafningshreppi, þar sem 24 lóðir bættust við, þar af voru 22 fyrir sumarhús. Í Rangárþingi eystra voru skráðar 19 nýjar lóðir, þar af 18 fyrir sumarhús og í Hvalfjarðarsveit voru skráðar 14 nýjar lóðir, allar fyrir sumarhús.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS