6. desember 2023

Sértækur húsnæðisstuðningur vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í gær, þann 5. desember, samþykkti Alþingi frumvarp innviðaráðherra um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ. Stuðningnum er ætla að létta undir með íbúum Grindavíkur sem gert var að yfirgefa heimili sín skyndilega og hafa undanfarið þurft að leita sér að nýjum samastað. Húsnæðis og –mannvirkjastofnun er falið að vera framkvæmdaraðili stuðningsins. 

Sértækur húsnæðisstuðningur er mánaðarleg greiðsla til að lækka húsnæðiskostnað Grindvíkinga sem þurfa að leigja húsnæði til íbúðar utan Grindavíkurbæjar vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Stuðningurinn er tímabundinn til þriggja mánaða og verður endurskoðaður fyrir lok febrúar 2024 með tilliti til þarfar á áframhaldandi stuðningi.  

Þrátt fyrir hraðan aðdraganda gerir HMS ráð fyrir að hægt verði að opna fyrir rafrænar umsóknir um stuðninginn fyrir næstkomandi helgi (9. - 10. desember). Íbúum Grindavíkur er bent á að fylgjast með á island.is/grindavik og á heimasíðu HMS. 

 

Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að eiga rétt á sértækum húsnæðisstuðningi:  

  • Umsækjandi og heimilismenn á umsókn voru með lögheimili eða tímabundið aðsetur í Grindavíkurbæ 10. nóvember 2023 og þurftu að yfirgefa heimili sitt á grundvelli laga um almannavarnir.   
  • Umsækjandi og heimilismenn á umsókn búa í leiguhúsnæði og eigi þar lögheimili eða tímabundið aðsetur.   
  • Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri.   
  • Umsækjandi er aðili að leigusamningi sem skráður hefur verið í Leiguskrá HMS   
  • Umsækjandi og heimilismenn, 18 ára og eldri, hafa gefið samþykki sitt til upplýsingaöflunar  

Mánaðarleg upphæð húsnæðisstuðningsins fer eftir fjölda heimilismanna og getur aldrei verið hærri en 75% af leigufjárhæð:  

Fjöldi heimilismannaHámarks fjárhæð
1 heimilismaður150.000 kr.
2 heimilismenn198.000 kr.
3 heimilismenn232.500 kr.
4 eða fleiri heimilismenn252.000 kr.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS