8. maí 2025
8. maí 2025
Tími til kominn að bregðast við
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS boðar til opins fundar mánudaginn 12. maí kl. 11:00 í húsakynnum HMS í Borgartúni 21.
Á fundinum verður fjallað um þann mikla vanda sem blasir við vegna byggingargalla hér á landi og þá verður kynntur glænýr Vegvísir HMS um breytt byggingareftirlit.
Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði stóraukist. Aukin pressa hefur myndast á þá sem koma að byggingarframkvæmdum til þess að koma íbúðum í sölu. Þetta getur leitt til mistaka sem leiða til galla í fasteignunum. Erfitt getur verið fyrir neytendur að fá tjónið bætt og jafnvel að átta sig á því hver beri ábyrgð á gallanum. Er það verkeigandinn, iðnmeistari, hönnuður, byggingarstjóri, byggingarfulltrúi eða einhver annar?
Vilji er hjá stjórnvöldum til að bregðast við og taka byggingareftirlit til róttækrar endurskoðunar. HMS telur að með því megi draga úr tjóni almennings, fyrirtækja og opinberra aðila vegna kostnaðarsamra viðgerða og gallamála. Sífelldur fréttaflutningur af lekamálum, myglu og öðrum vandamálum í nýreistum húsum sýni að núverandi kerfi sé ekki að virka sem skyldi og HMS er nú að stíga skref í að undirbúa alvöru umbætur í málaflokknum.
Boðið verður upp á léttar veitingar og verður fundinum einnig streymt á hms.is/streymi.
Vonumst til að sjá þig.
Dagskrá:
Opnun fundarins
Hermann Jónasson, forstjóri HMS
Af hverju breytt byggingareftirlit?
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS
Rakaskemmdir í nýlegu húsnæði
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, eigandi Verkvistar
Pallborðsumræður um byggingagalla í nýbyggingum
Þorgils Sigvaldason, keypti hús sem reyndist ónýtt árið 2017
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðasviðs hjá Hornsteini
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni hjá HMS
Sigmundur Grétar Hermannsson, eigandi Fagmats
Þórhallur Gunnarsson stýrir pallborðsumræðunum
Skráning á viðburð
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS