30. júní 2025
30. júní 2025
Rb-blað mánaðarins: Litlir veggir og hleðslur utandyra
HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar, það er blöð sem tengjast málefnum líðandi stundar.
Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um litla veggi og hleðslur utandyra.
- Rb-blað mánaðarins var gefið út í maí 1997 og fjallar um litla veggi og hleðslur sem henta til dæmis í almenningsgörðum, á leiksvæðum, í kirkjugörðum og víðar. Fjallað er um veggi sem ná allt að 1,5 m hæð.
- Hér má nálgast önnur útgefin Rb-blöð.
Litlir veggir og hleðslur utandyra
Lítill veggur er oft góður kostur sé verið að mynda skjól, rétta af halla á lóð eða afmarka svæði.
Lágir veggir geta verið hlaðnir úr hleðslu- eða náttúrugrjóti, steyptir eða úr timbri og ýmist einnar eða tveggja hliða.
Að fjölmörgu er að hyggja sé ætlunin að setja upp lítinn vegg, meðal annars grundun, frostlyftingu, undirlagi og veðurálagi.
Einnig er rétt að kanna vel hvort framkvæmdin sé leyfð samkvæmt deiliskipulagi eða hvort hún sé byggingarleyfisskyld. Ef ætlunin er að eiga við vegg sem staðið hefur í áratugi er rétt að hafa samband við Minjastofnun áður en vinnan hefst.