15. júlí 2025

Nýjar leiðbeiningar HMS um beitingu stjórnvaldssekta og aðgang að húsnæði til skoðunar og eftirlits 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur gefið út tvær nýjar leiðbeiningar, annars vegar leiðbeiningar um beitingu stjórnvaldssekta og hins vegar leiðbeiningar um aðgang að húsnæði til skoðunar og eftirlits samkvæmt lögum um brunavarnir. Leiðbeiningarnar eru liður í innleiðingu á lagabreytingum sem samþykktar voru árið 2023, í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg árið 2020 og í ljósi aukinnar tíðni bruna í atvinnuhúsnæði. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar með því að smella á hnappinn hér að neðan. 

Leiðbeiningarnar má nálgast hér

Með lagabreytingunum hafa slökkvilið nú skýrari heimildir til að sinna eftirliti með búsetu í atvinnuhúsnæði og aðgangs að íbúðarhúsnæði í tengslum við eldvarnareftirlit. Þá er slökkviliðsstjórum jafnframt veitt heimild til að beita stjórnvaldssektum við brot á lögum og reglugerðum um brunavarnir.  

Leið­bein­ing­ar um beit­ingu stjórn­valds­sekta  

Samkvæmt lögum um brunavarnir er slökkviliðsstjóra heimilt að leggja stjórnvaldssekt á einstaklinga og lögaðila sem brjóta gegn ákvæðum laganna. Markmiðið með þessum leiðbeiningum er að leiðbeina slökkviliðsstjórum við beitingu um slíkra sekta og tryggja að ákvarðanir séu teknar á samræmdan og gagnsæjan hátt.  

Leið­bein­ing­ar um að­gang að hús­næði til skoð­un­ar og eft­ir­lits  

Slökkviliðsstjórar hafa lögbundna heimild til aðgangs að húsnæði til skoðunar og eftirlits samkvæmt lögum um brunavarnir. Þessar leiðbeiningar veita stuðning og aðstoð við framkvæmd þessara verkefna og stuðla að samræmi og gagnsæi í framkvæmdinni.  

Markmiðið með leiðbeiningunum er að efla brunavarnir og tryggja öryggi fólks með því að skýra hlutverk og heimildir slökkviliða enn frekar. Með útgáfu þessara leiðbeininga eru tekin mikilvæg skref í átt að samræmdri og markvissri framkvæmd eftirlits í þágu öryggis. 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS