14. ágúst 2025

Nýjar íbúðir seljast sjaldan á undirverði þrátt fyrir litla sölu

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Verðálag á nýjar íbúðir í júní er í samræmi við meðaltal síðustu ára á höfuðborgarsvæðinu
  • 38 prósent nýrra íbúða seldist undir ásettu verði í júní en hlutfallið hefur oft verið hærra
  • Verðlækkanir á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu eru álíka margar og árið 2023

Ekki má greina miklar breytingar í verðlagningu nýrra íbúða eftir að hægja tók á fasteignamarkaðinum fyrir ári síðan. Verðálag á nýjar íbúðir hefur verið í samræmi við meðaltal síðustu ára, auk þess sem álíka margar nýjar íbúðir hafa selst á undirverði, þrátt fyrir að sala á nýjum íbúðum hafi dregist saman. Þetta kemur fram í greiningu úr kaupskrá HMS.

Nýj­ar íbúð­ir 12 til 25 pró­sent dýr­ari en aðr­ar íbúð­ir

Meðalfermetraverð í nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu í júní var 12 prósent hærra en meðalfermetraverð í öðrum seldum íbúðum í mánuðinum. Verðálagið á höfuðborgarsvæðinu er þannig í samræmi við meðalverðmun á svæðinu undanfarin ár.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var verðálagið aftur á móti um 25 prósent í júní samanborið við 14 prósent meðalverðmun undanfarin ár. Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfallið á milli fermetraverðs á nýjum og öðrum íbúðum eftir svæðum frá janúar 2019.

Fermetraverð á nýjum íbúðum sem hlutfall af fermetraverði á öðrum íbúðum

Fjór­ar af hverj­um tíu nýj­um íbúð­um seld­ar á und­ir­verði

Almennt víkur söluverð nýrra íbúða í minna mæli frá auglýstu verði en söluverð annarra íbúða. Þannig seljast flestar nýjar íbúðir á ásettu verði á meðan algengast er að aðrar íbúðir seljist á undirverði.

Í júní seldust tæplega fjórar af hverjum tíu nýjum íbúðum undir auglýstu söluverði. Hlutfallið hefur þó oft verið hærra þrátt fyrir að framboð nýrra íbúða hafi aldrei verið meira og hlutfall nýrra íbúða af seldum íbúðum sé lágt í sögulegu samhengi. Við slíkar aðstæður mætti búast við að kaupendur myndu undirbjóða nýjar íbúðir í auknu mæli og að byggingaraðilar sæju hag sinn í því að samþykkja slík tilboð til að liðka fyrir sölu og losna undan áhvílandi skuldum.

Hlutfall íbúða sem seljast undir auglýstu verði á höfuðborgarsvæðinu

Verð­lækk­an­ir á nýj­um íbúð­um til sölu álíka marg­ar og 2023

Framangreint nær þó eingöngu til seldra íbúða. Í ljósi þess að margar nýjar íbúðir eru óseldar um þessar mundir getur verið áhugavert að skoða verðbreytingar á auglýstum íbúðum. Gögn um fasteignaauglýsingar af vefnum fasteignir.is sýna að nýjum íbúðum á söluskrá sem lækkaðar eru í verði eru nú álíka margar og á árinu 2023 þegar rólegt var um að litast á fasteignamarkaði og fasteignaverð lækkaði að raunvirði. Nánar er fjallað um þetta í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS sem gefin verður út í næstu viku.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS