14. ágúst 2025

Björnis brunabangsi flytur til Íslands

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Björnis brunabangsi, vinsæll forvarnarfélagi frá Noregi, kemur til Íslands 19. ágúst nk. Hann hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal allra aldurshópa í heimalandi sínu og íslensk börn þekkja hann nú þegar sem Bjössa brunabangsa úr vinsælum sjónvarpsþáttum á RÚV.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins leiðir verkefnið og mun Björnis styðja slökkvilið um allt land við fræðslu og forvarnir, sérstaklega gagnvart yngstu kynslóðinni. Verkefnið er hluti af metnaðarfullri áætlun um að efla brunavarnir á heimilum landsmanna.

HMS er stoltur samstarfs- og styrktaraðili verkefnisins og mun vinna með slökkviliðunum og öðrum hagsmunaaðilum að innleiðingu verkefnisins í samræmi við hlutverk HMS á sviði brunavarna.

Nú hefst nýr kafli í lífi Björnis brunabangsa – með það að markmiði að efla brunavarnir og öryggi landsmanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS