20. ágúst 2025

Norðurlöndin vinna saman að sjálfbærum byggingariðnaði

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Með sameiginlegri vinnuáætlun, Nordic Sustainable Construction 2025-2027, halda Norðurlöndin áfram að vinna saman að því að gera byggingariðnaðinn grænni, styrkja hringrásarhagkerfið, innleiða stafrænar lausnir og styrkja rödd Norðurlandanna innan ESB í þessum málaflokki.

Áframhaldandi vinna að sameiginlegri sýn um sjálfbærni á Norðurlöndum fyrir 2030

Byggingargeirinn er þriðja stærsta iðnaðarhagkerfið innan ESB, ber ábyrgð á 50% af auðlindavinnslu, 35% af úrgangsmyndun ESB og hefur stórt kolefnisfótspor. Frá árinu 2021 hafa Norðurlöndin unnið saman að því að lágmarka neikvæð áhrif byggingarframkvæmda á loftslag og umhverfi. Norræna ráðherranefndin hefur nú, byggt á niðurstöðum þessa samstarfs, hleypt af stokkunum nýrri áætlun sem nefnist Nordic Sustainable Construction 2025–2027 og er ætlað að stuðla að grænum umskiptum í byggingariðnaðinum.

Tilgangur þessarar áætlunar er að efla samstarf og miðlun þekkingar milli stjórnvalda, atvinnulífs og sérfræðinga á öllum Norðurlöndum og móta þannig sameiginlega sýn Norðurlandanna um að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims fyrir 2030.

Áætlunin leggur áherslu á:

  • Loftslag: Samræmingu lífsferilsgreininga, lágkolefnislausnir og loftslagsaðlögun
  • Hringrásarhagkerfi: Betri nýtingu þegar byggðra fermetra, endurnýtingu byggingarefna og færniþróun
  • Stafræna þróun: Stuðning við stafrænar lausnir í byggingariðnaði
  • Áherslur ESB: Norrænt framlag sem nýtist í greiningu og mótun framtíðarreglugerða ESB um byggt umhverfi

Ísland (HMS) leiðir aðgerðir á sviði loftslagsmála, Svíþjóð tekur að sér að samræma sameiginlegar áherslur ESB og Danmörk ber ábyrgð á sviði hringrásarhagkerfis ásamt því að sjá um verkefnastjórnun í áætluninni sem tryggir samhæfingu og góð samskipti milli landa. 

Öll verkefni eru unnin í nánu samstarfi við norræn byggingar- og húsnæðisyfirvöld, sérfræðinga og framkvæmdaraðila.

Markmið

Markmiðið er að bjóða upp á gagnleg verkfæri og þekkingu sem styður við sjálfbærar lausnir í byggingariðnaði, t.d.:

  • Tillögur á skilvirkum breytingum á regluverki varðandi umhverfisáhrif af byggingarframkvæmdum
  • Tillögur að breytingum á regluverki sem geta bætt nýtingu þegar byggðra fermetra
  • Sameiginlegar norrænar aðferðir við mat á endurnýttu efni til byggingarframkvæmda
  • Miðlun fræðsluefnis í gegnum námsmiðilinn Skills4Reuse.com
  • Aukin áhrif Norðurlanda á byggingarstefnu ESB

Bakgrunnur verkefnisins

Framtakið byggir á ákvörðun Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2018 um samræmingu nýrrar byggingarreglugerðar ásamt sameiginlegri sýn norrænu forsætisráðherranna frá 2019 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta svæði heims. Í júní 2025 var ákveðið að framlengja áætlunina til ársins 2027.

Lestu meira um samstarfsverkefnið og nýttu þér verkfæri og niðurstöður úr fyrsta áfanga í Toolbox for Future-Proof Construction: www.nordicsustainableconstruction.com

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS