10. nóvember 2025
18. ágúst 2025
Rannsóknaþörf í mannvirkjagerð – Tillaga til umsagnar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Hér með er Rannsóknaþörf í mannvirkjagerð – Tillaga til umsagnar lögð fram í opið samráð.
Öllum er frjálst að senda póst með umsögn eða ábendingu á umsogn@hms.is til og með 8. september 2025.
Skjalið byggir á vinnu vísindaráðs sem HMS myndaði vorið 2024 en í því má finna tillögu að 16 viðfangsefnum mannvirkjarannsókna sem talið er brýnast að vinna, miðað við íslenskar aðstæður. Viðfangsefnin eru flokkuð í sex flokka, merktum A til F, sbr. eftirfarandi:
A. Þegar byggð mannvirki; reynsla og sögulegar staðreyndir
1. Kortlagning, gagnasöfnun og greining á núverandi húsnæði og íslenskum byggingarhefðum og –lausnum
2. Byggingargallar
B. Viðhald og endurbætur
3. Viðhaldsframkvæmdir og endurbætur
C. Byggingarvörur, byggingarhlutar og byggingaraðferðir m.t.t. íslenskra umhverfisaðstæðna
4. Veðurfar og áhrif á virkni byggingarvara
5. Veðurfar og áhrif á virkni byggingarhluta
6. Aðlögun að loftslagsbreytingum- og íslensk mannvirkjagerð
7. Jarðefni, jarðtækni og jarðhræringar
8. Íslenska vatnið og lagnakerfi
D. Sjálfbærni
9. Kolefnislosun og losunarviðmið fyrir íslensk mannvirki
10. Hringrásarhagkerfið
11. Þróun vistvænna byggingarvara
12. Orkunýtni
E. Heilsutengd áhrif mannvirkja á notendur þeirra
13. Innivist
14. Loftgæði
15. Ljósvist
F. Þverfaglegar húsnæðisrannsóknir
16. Húsnæði og samfélag
Tilgangurinn með greiningu á rannsóknaþörfinni er meðal annars að varpa ljósi á mikilvægi, umfangi, eðli og samfélagslegan ávinning mannvirkjarannsókna í breiðum skilningi. Jafnframt stuðlar hún að markvissari rannsóknavinnu á sviði mannvirkjagerðar; þannig gæti hún bæði hjálpað rannsakendum að velja brýn viðfangsefni til rannsókna og hinum ýmsu sjóðum að styrkja þau.
Upplýsingar um vinnu við greiningu á rannsóknaþörf til dagsins í dag og fyrirhuguð skref má sjá á eftirfarandi mynd.
Tillagan var unnin á grunni aðgerðar 1.1.a. í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar, sem HMS gaf út í mars 2024. Í vegvísinum eru skilgreindar 16 aðgerðir í þremur flokkum sem eiga að varða leiðina út árið 2025, svo hægt verði að marka framtíðarsýn fyrir rannsóknaumhverfi mannvirkjagerðar. Í verkefnastjórn vegvísisins sitja fulltrúar frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu, HMS og Samtökum iðnaðarins.
Allir sem vinna við íslenska mannvirkjagerð eru eindregið hvattir til að láta sig málið varða og senda inn umsagnir við þessar tillögur, til frekari úrvinnslu.
Ef spurningar vakna er hægt að senda póst á umsogn@hms.is.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




