27. maí 2025

Lokauppgjör húsnæðisbóta 2024 verður birt á næstu vikum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Leiðréttingar verða gerðar hjá þeim sem hafa fengið of- eða vangreiddar húsnæðisbætur á næstu vikum
  • 55% bótaþega fá leiðréttingu samkvæmt fyrstu tölum
  • Of- eða vangreiðslur nema um 6% af heildarfjárhæð bóta ársins 2024

9,8 millj­arð­ar til 21 þús­und heim­ila

HMS framkvæmir árlega endurreikning og uppgjör á húsnæðisbótum síðastliðins árs þegar álagning skattyfirvalda liggur fyrir og leiðréttir húsnæðisbætur ef bótaþegar hafa fengið ýmist of- eða vangreitt. Alls greiddi stofnunin 9,8 milljarða króna í húsnæðisbætur árið 2024 til um 21 þúsund heimila.

Nið­ur­stöð­ur loka­upp­gjörs – fyrstu töl­ur

Lokauppgjör húsnæðisbóta fyrir árið 2024 verður birt bótaþegum á næstu vikum, þar sem húsnæðisbætur verða leiðréttar ef þær hafa verið of- eða vangreiddar. Fyrstu tölur benda til þess að 55 prósent af bótaþegum muni fá leiðréttingu á húsnæðisbótum vegna þessa.

 

Myndin hér að ofan sýnir fyrstu niðurstöður lokauppgjörsins, skipt niður eftir hlutföllum of- eða vangreiðslna og þeirra sem eru með lokauppgjör sem þarfnast ekki leiðréttingar. Líkt og myndin sýnir benda fyrstu niðurstöður til þess að 32 prósent bótaþega hafi fengið vangreitt og 23 prósent þeirra fengið ofgreitt.

Hlutfall fjárhæða fer eftir hve háar skuldir og inneignir eru miðað við heildargreiðsluna á árinu. Niðurstöður uppgjörsins sýna fram á að 6% af heildargreiðslu húsnæðisbóta ársins 2024 voru annað hvort of- eða vangreiddar. Nánari skoðun og leiðréttingar munu eiga sér stað fyrir lokauppgjör 2024, sem gæti leitt til breytinga á hlutföllum of- og vangreiðslna. Er því um að ræða fyrstu tölur og uppgjörið birt með þeim fyrirvara.

HMS áætlar húsnæðisbætur samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir hverju sinni og hefur reglubundið eftirlit með umsóknum um húsnæðisbætur til að staðfesta rétt til bóta. Sömuleiðis er HMS í reglubundnu sambandi við húsnæðisbótaþega sem bera ábyrgð á að veita réttar upplýsingar um sínar aðstæður. Fyrstu niðurstöður lokauppgjörsins sýna mikilvægi þess að hafa virkt eftirlit með umsóknum um húsnæðisbætur og tryggja að réttar upplýsingar liggi fyrir svo húsnæðisstuðningurinn sé réttmætur og áreiðanlegur.

Til­kynn­ing um upp­gjör birt á is­land.is

Viðtakendur húsnæðisbóta munu fá senda tilkynningu í tölvupósti þegar lokauppgjör þeirra hefur verið birt á island.is. Nánari upplýsingar varðandi uppgjörið og húsnæðisbætur almennt má einnig nálgast á þjónustuvef HMS á island.is.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS