22. janúar 2025
22. janúar 2025
Leiðbeiningar um val og notkun bilunarstraumsrofa
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS vekur athygli á að til að varbúnaður í raflögnum veiti það öryggi sem honum er ætlað er mikilvægt að valinn sé búnaður sem hæfir aðstæðum á hverjum stað, þetta á ekki síst við um bilunarstraumsrofa (lekastraumsrofa). Röng gerð bilunarstraumsrofa, m.v. tegund bilunarstraums sem vænta má, getur orðið til þess að hann virki ekki sem skyldi og veiti þannig falskt öryggi.
Bilunarstraumsrofa af gerð AC skal ekki fyrir ljósa- og tenglagreinar. Þetta er vegna síaukinnar notkunar á búnaði sem getur gefið frá sér bilunarstraum sem bilunarstraumsrofar af þessari gerð þola ekki, t.d. LED lýsing og hleðslutæki fyrir tölvur, síma, rafmagnshjól o.fl. Af þessum sökum er líklegt að víða sé komið að því að skipta út eldri bilunarstraumsrofum fyrir nýja sem hæfa aðstæðum.
Við stækkun, viðbætur og breytingar á raflögn þarf að ganga úr skugga um að nýja lögnin rýri ekki öryggi þeirrar sem fyrir er og að sú sem fyrir er rýri ekki öryggi þeirrar nýju. Þetta á m.a. við um varbúnað, þ.m.t. bilunarstraumsrofa sem þurfa að henta bæði eldri lögninni og þeirri nýju, líklegt er að í mörgum tilvikum þurfti að skipta út bilunarstraumsrofum af gerð AC í eldri lögninni.
Af þessu tilefni hefur HMS gefið út leiðbeiningar um val og notkun bilunarstraumsrofa, verklýsingu VL 3.038. Í leiðbeiningunum er m.a. farið yfir kröfur reglugerðar um raforkuvirki (rur) og ÍST HD 60364 staðlaraðarinnar sem lúta að bilunarstraumsrofum, mismunadi gerðir bilunarstraumsrofa og tekin dæmi um réttan og rangan frágang þegar notaðir eru bilunarstraumsrofar af mismunandi gerðum í sömu raflögninni.
Verklýsingu VL 3.038 má nálgast hér
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS