20. janúar 2025

Húsnæðisbætur voru endurreiknaðar 16. janúar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 16. janúar síðastliðinn framkvæmdi HMS endurreikning miðað við nýjar tekjuupplýsingar úr staðgreiðsluskrá Skattsins vegna umsókna um húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum um húsnæðisbætur ber HMS að framkvæma endurreikning húsnæðisbóta fjórum sinnum á ári. Umsækjendur munu á næstu dögum fá send bréf með niðurstöðu nýrrar tekjuáætlunar í kjölfar endurreiknings hafi breyting orðið á bótafjárhæð frá síðustu tekjuáætlun.

Ný tekjuáætlun er gerð á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þar á meðal upplýsinga úr staðgreiðsluskrá Skattsins og annara forsenda sem hafa áhrif á bótarétt. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér niðurstöður endurreikningsins og er þeim bent á að hafa samband með tölvupósti á netfangið hms@hms.is hafi þeir athugasemdir eða spurningar varðandi nýja tekjuáætlun.  

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS