10. janúar 2025
30. ágúst 2022
Hættulegar skýjaluktir
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Nýlega kannaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hvort skýjaluktir væru markaðssettar hérlendis. Mörg ríki hafa bannað notkun skýjalukta og er Ísland á meðal þeirra vegna hættunnar sem þær geta skapað. Vegna ábendinga um að þær væru mögulega til sölu á Íslandi var gerð athugun á því.
Skýjaluktir eru gerðar úr pappír og innhalda vaxkubb eða annað eldfimt efni sem kveikt er í. Við það fyllist luktin af heitu lofti, sem veldur því að skýjaluktin hefst á loft. Skýjaluktin helst á lofti eins lengi og loginn logar en það getur verið í 5 til 20 mínútur. Sumar þeirra eru þannig gerðar að þær eiga að brenna upp svo ekkert efni skilar sér til jarðar. En vandamálið við luktina er að það er ekki hægt að hafa stjórn á því hvert hún fer eða hvar hún lendir. Og það er ekki öruggt að eldurinn í luktinni verði alveg slökknaður þegar luktin lendir. Smá vindkviða getur orsakað það að luktin lendi í þurrum gróðri eða komist í snertingu við annað eldfimt efni.
Mörg dæmi er um alvarleg tilvik og tjón af völdum skýjalukta í nágrannalöndum okkar. Svífandi skýjaluktir hafa einnig reynst hættulegar flugvélum, þar sem þær geta farið í hreyflana á vélunum og útbrunnar luktir hafa fallið á flugvelli með tilheyrandi hættu og truflunum á flugumferð.
Athugun HMS leiddi í ljós að luktirnar væru auglýstar hérlendis í vefverslun en þær hafa nú verið teknar úr sölu.
Við því viljum minna á og ítreka að notkun skýjalukta er bönnuð.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS