10. janúar 2025
10. janúar 2025
Hækkun frítekjumarka húsnæðisbóta frá 1. janúar 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
HMS vill upplýsa alla umsækjendur um húsnæðisbætur að frítekjumörk hækka frá og með 1. janúar 2025.
Endurreikningur húsnæðisbóta fer fram um miðjan janúarmánuð. Umsækjendur fá bréf á island.is með niðurstöðum endurreiknings ef breyting hefur orðið á bótarétti frá síðustu tekjuáætlun.
Eftir breytingarnar verða frítekjumörkin eftirfarandi miðað við árstekjur:
Fjöldi heimilismanna | Frítekjumörk fyrir breytingar | Frítekjumörk eftir breytingar |
---|---|---|
1 | 5.690.772 kr. | 5.935.476 kr. |
2 | 7.568.727 kr. | 7.894.184 kr. |
3 | 8.820.697 kr. | 9.199.988 kr. |
4 | 9.560.497 kr. | 9.971.600 kr. |
5 | 10.357.206 kr. | 10.802.567 kr. |
6 eða fleiri | 11.153.914 kr. | 11.633.533 kr. |
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS