6. janúar 2025
8. janúar 2025
Fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem urðu fullbúnar í ár heldur en undanfarin ár
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Íbúðum í byggingu hafa farið fækkandi á milli ára þrátt fyrir vaxandi íbúðaþörf
- Fjöldi fullbúinna íbúða á árinu ekki nægur til að uppfylla þörf
- Sölutíma íbúða með stysta móti
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stóð í gær fyrir opnum fundi um stöðuna á íbúðamarkaði. Fundurinn var haldinn í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Samtök iðnaðarins. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum, eða með því að smella hér.
Á fundinum kom fram að öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu endurskoðuðu og staðfestu húsnæðisáætlun fyrir árið 2024 sem markar stefnu fyrir uppbyggingu íbúða og framtíðarsýn sveitarfélaganna næstu 10 ár.
Nærri 2.300 fullbúnar íbúðir komu á markað á höfuðborgarsvæðinu í fyrra sem eru fleiri íbúðir en komu á markaðinn síðastliðin þrjú ár þar á undan. Fullbúnum íbúðum fjölgaði hlutfallslega mest í Hafnarfjarðarkaupstað, eða um 4,8 prósent, þar sem 524 íbúðir urðu fullbúnar á síðasta ári.
Um 2.400 íbúðir eru nú til sölu á höfuðborgarsvæðinu og sölutími enn stuttur í sögulegu samhengi en það tekur að meðaltali um 45 daga að selja íbúð sem er frá því að fyrsta fasteignaauglýsing er birt og þar til að kaupsamningur er undirritaður.
Samkvæmt talningu íbúða í byggingu sem framkvæmd var í september sl. voru um 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sem er um 17% færri en voru í byggingu árið á undan. Til þess að mæta áætlaðri íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þurfa að meðaltali 2.900 íbúðir að verða fullbúnar á ári og þyrftu íbúðir í byggingu að vera nær 6.000 talsins ef miðað er við tveggja ára byggingartíma. Til samanburðar hafa á síðastliðnum fimm árum að meðaltali 2.150 íbúðir orðið fullbúnar á ári.
Á meðfylgjandi upptöku er glæra sem sýnir spá um fulbúnar íbúðir til ársins 2033. Villa varð við gerð súluritsins sem hefur nú verið leiðrétt og er súluritið rétt á myndinni hér fyrir neðan:
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS