20. desember 2024

Húnabyggð staðfestir húsnæðisáætlun fyrir árið 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Áætlað er að íbúum í Húnabyggð fjölgi um 18 manns á næstu 5 árum sem er fjölgun um 7,8 prósent
  • Fjöldi íbúða í byggingu ekki nægur til þess að mæta spá um fólksfjölgun
  • Húnabyggð ætlar að skapa skilyrði svo hægt verði að byggja um 61 íbúð á ári og allt að 305 íbúðir næstu 5 árin

Húnabyggð hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun áætlar sveitarfélagið að mannfjöldi aukist um 2,5 prósent næstu 10 árin.

Samkvæmt húsnæðisáætluninni er áætlað að þörf verði fyrir um 10 íbúðir á ári, 53 íbúðir næstu 5 ár og 100 íbúðir næstu 10 ár. Til samanburðar þá hefur fullbúnum íbúðum fjölgað að meðaltali um 4 íbúðir á ári síðastliðin 5 ár.

Í talningu HMS voru engar íbúðir í byggingu í mars 2022 en síðan þá hafa að jafnaði verið 5 íbúðir í byggingu árlega. Fjöldi íbúða í byggingu nær því ekki að mæta áætlaðri íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins og er þörf fyrir að fjölga íbúðum í byggingu.

Markmið sveitarfélagsins í lóðamálum er að halda áfram að þróa fyrirliggjandi lóðakosti í sveitarfélaginu og bjóða uppá fjölbreyttar lóðir fyrir allar tegundir fasteigna.

Húnabyggð hefur nú skipulagt lóðir fyrir 453 íbúðir. Á næstu fimm árum stefnir sveitarfélagið að því að úthluta lóðum fyrir allt að 305 íbúðir til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðir.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS