20. desember 2024
20. desember 2024
Viðskipti með atvinnuhúsnæði dragast saman í nóvember
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Minni velta og færri kaupsamningar voru um atvinnuhúsnæði í nóvember
- Flestir samningar voru þinglýstir utan höfuðborgarsvæðisins
- Kaupverð atvinnuhúsnæðis var að meðaltali 130 milljónir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember, sem er 13 prósentum hærra en í október
Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 7,76 milljörðum króna í nóvember, sem er 6 prósentum minni en velta októbermánaðar. Velta slíkra samninga lækkar einnig á milli nóvembermánaða 2023 og 2024 um 15 prósent á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í mánaðarlegum tölum HMS um veltu með atvinnuhúsnæði, sem nálgast má hér að neðan.
Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði
Þinglýstir kaupsamningar um atvinnuhúsnæði voru færri í nóvember, eða alls 98 talsins. Fleiri samningum var þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins, eða 52 talsins á meðan 46 samningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.
Mánaðarlegur fjöldi kaupsamninga um atvinnuhúsnæði 2020-2024
Á myndinni hér að ofan má sjá mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði á landinu öllu, höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu frá ársbyrjun 2020.
Dýrari viðskipti með atvinnuhúsnæði í nóvember á höfuðborgarsvæðinu
Velta með atvinnuhúsnæði nam 6 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu og 1,8 milljörðum króna á landsbyggðinni í nóvember. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var því 34,5 milljónir króna á landsbyggðinni, sem er fjórum prósentum lægra en í október á föstu verðlagi. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var 129,6 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og hækkaði það um 13 prósent á milli mánaða á föstu verðlagi.
Hægt er að nálgast mánaðarlegar tölur um fjölda kaupsamninga á íbúðarhúsnæði sem og öðru húsnæði eftir sveitarfélögum, landshlutum og fjölda kaupenda með því að smella á þennan hlekk. Kaupverðsjá HMS er einnig aðgengileg á vefsíðu HMS með því að smella á þennan hlekk, en þar er hægt að skoða upplýsingar um kaupsamninga eftir byggingarári, fermetrafjölda, tegund og staðsetningu fasteigna.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS