20. desember 2024
20. desember 2024
Akraneskaupstaður staðfestir húsnæðisáætlun fyrir árið 2025
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Áætlað er að íbúum fjölgi um 750 manns á næstu 5 árum sem er fjölgun um 9,1 prósent
- Fjöldi íbúða í byggingu í dag er í takt við fólksfjölgun í sveitarfélaginu
- Akraneskaupstaður ætlar að skapa skilyrði svo hægt verði að byggja um 219 íbúðir á ári og allt að 1.097 íbúðir næstu 5 árin
Akraneskaupstaður hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2025. Samkvæmt miðspá um mannfjöldaþróun áætlar sveitarfélagið að mannfjöldi aukist um 21,9 prósent næstu 10 árin. Til samanburðar hefur íbúum í sveitarfélaginu fjölgað um 1.065 manns frá árinu 2021, sem er um 12,2 prósent aukning.
Samkvæmt húsnæðisáætluninni er áætlað að þörf verði fyrir um 63 íbúðir á ári, 317 íbúðir næstu 5 ár og 759 íbúðir næstu 10 ár. Til samanburðar þá hefur fullbúnum íbúðum fjölgað að meðaltali um 99 íbúðir á ári síðastliðin 5 ár.
Samkvæmt talningu HMS voru 231 íbúðir í byggingu í september 2024. Á myndinni hér að neðan má sjá að flestar þessara íbúða eru á seinni stigum framkvæmda, þ.e.a.s. á fokheldu stigi (stigi 3) eða lengra komnar.
Fjöldi íbúða í byggingu er í takt við áætlaða íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar.
Markmið sveitarfélagsins er að fjölga lóðum fyrir allar tegundir íbúða, þar á meðal einbýli, par/raðhús og fjölbýlishús. Markmiðið er að mæta þörf í öllum tegundum íbúða á næstu árum og er stefnan að viðhalda núverandi hlutfalli milli sérbýla og fjölbýla til lengri tíma.
Akraneskaupstaður hefur nú skipulagt lóðir fyrir 1.767 íbúðir. Á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið að því að úthluta lóðum fyrir allt að 1.097 íbúðir svo lóðaframboð mæti vel áætlaðri íbúðaþörf.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS