19. desember 2024

Rb-blað mánaðarins: Vetrarsteypa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um vetrarsteypu.

  • Rb-blað mánaðarins var gefið út í nóvember 1998 og fjallar um steypuvinnu að vetri til, aðferðir til þess að fylgjast með hörðnun steypunnar og ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að tryggja að hún frjósi ekki áður en hún er orðin frostþolin. Blaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk.
  • Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Vetr­ar­steypa

Undanfarna vetur hefur hitastig á láglendi verið nokkuð oft fyrir ofan frostmark. Sem gerir okkur auðveldara með að framkvæma steypuvinnu utandyra án mikilla varúðarráðstafana eins og þyrfti ef um vinnu í frosti væri að ræða. Lágt hitastig og lágur hlutfallsraki hefur til dæmis mikil áhrif alla útþornun og þar með hörðnunarferli steypunnar. Því er að ýmsu að huga með steypuvinnu að vetri en margvíslegar aðferðir eru notaðar , til dæmis. sérstök einangrunarmót og ábreiður.

Við vetrarsteypu þarf að gæta sérstaklega vel að vinnubrögðum og ef horft er fram á að aðstæður eru tvísýnar er oft betra að bíða. Það að steypa nái að frjósa sem dæmi getur haft alvarlegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS