26. maí 2025

Fyrirtækjum fjölgar í byggingariðnaði milli ára

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fleiri fyrirtæki starfa í byggingariðnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tölum sem HMS hefur fengið frá Hagstofu um nýskráningar og gjaldþrot í greininni. Nýskráningum að frádregnum gjaldþrotum fjölgar töluvert á milli fyrstu ársfjórðunga 2024 og 2025.

Færri gjald­þrot í bygg­ing­ar­starf­semi í ár

Eins og kom fram í nýjustu mánaðarskýrslu HMS voru umtalsvert færri gjaldþrot í byggingarstarfsemi í ár. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs urðu 55 fyrirtæki í greininni gjaldþrota sem er töluverður samdráttur frá fyrsta ársfjórðungi 2024 þegar 96 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Áfram hægist á gjaldþrotum fyrirtækja í byggingariðnaði en til samanburðar voru samtals 68 fyrirtæki gjaldþrota á fjórða ársfjórðungi 2024.

Á sama tíma fjölgaði nýskráningum á milli ára þar sem 139 fyrirtæki í greininni voru nýskráð á fyrsta ársfjórðungi 2025 miðað við 134 á sama tíma í fyrra. Nýskráningar umfram gjaldþrot voru því 84 á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 38 á sama tíma í fyrra. Fjölgun fyrirtækja bendir til þess að töluverð virkni sé enn í greininni.

 

Ný­skrán­ing­ar fleiri en gjald­þrot frá ár­inu 2013

Myndin hér að neðan sýnir nýskráningar byggingarfyrirtækja að frádregnum gjaldþrotum eftir ársfjórðungum frá árinu 2008. Frá árinu 2013 hafa nýskráningar verið fleiri en gjaldþrot sem bendir til þess að fyrirtækjum hafi fjölgað að jafnaði í greininni á milli ársfjórðunga.

Mest fjölgaði fyrirtækjum árið 2022, en þá voru nýskráningar umfram gjaldþrot að meðaltali 130 talsins á hverjum ársfjórðungi. Þrátt fyrir að munurinn er minni í ár er hann þó töluverður í sögulegu samhengi þar sem nýskráningar umfram gjaldþrot hafa að meðaltali verið 68 á hverjum ársfjórðungi frá árinu 2013 og að meðaltali 45 frá árinu 2008.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS