Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Mínar síður

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur síðustu mánuði í víðtæku samráði við hagsmunaaðila unnið að gerð leiðbeininga um flokkun mannvirkja.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Flokkunarkerfi mannvirkja í þrjá umfangsflokka var komið á með það markmiði að gera umsóknarferlið einfaldara og eftirlit hnitmiðaðra. Markmiðsnálgun var beitt við setningu reglnanna. Frávíkjanleg viðmið um það hvernig markmiðinu er náð eru sett. Leiðbeiningarnar eru síðan gerðar með það að markmiði að skýra enn frekar hverjar ófrávíkjanlegar meginreglur eru og hvaða viðmið eru. Eftirfarandi leiðbeiningar hafa verið gerðar eða uppfærðar:

 

Númer           Nafn  

2.3.1               Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir

2.3.5               Minniháttar mannvirkjagerð undanþegin byggingarheimild og – leyfi

2.3.6               Málsmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda

1.3.1               Flokkun mannvirkja

2.6.1               Umsókn um stöðuleyfi

3.7.3               Stöðuskoðun leyfisveitanda

 

Tillögurnar viðbrögð við skýrslu OECD um byggingariðnaðinn á Íslandi

Tillögurnar um flokkun mannvirkja voru unnar af starfshópi skipuðum af félagsmálaráðherra. Við gerð tillagna hópsins var litið til annarra Norðurlanda og var niðurstaðan sú að flokka skyldi mannvirkjagerð í þrjá svokallaða umfangsflokka. Hafði starfshópurinn að leiðarljósi það markmið að gera umsóknarferlið einfaldara og eftirlit hnitmiðaðra. Starfshópurinn horfði einnig til skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki íslensks byggingariðnaðar, þar sem lagt var til að markmiðsnálgun yrði beitt við setningu reglna í byggingariðnaði.

 

HMS er umhugað um að vanda til við gerð leiðbeininga og vill hvetja alla sem hafa athugasemdir við leiðbeiningarnar að koma þeim á framfæri

 

Frestur til að skila athugasemdum er að minnsta kosti 30 dagar frá því að drögin birtast á heimasíðu HMS. Hér er að finna slóð á leiðbeiningar stofnunarinnar sem eru til umsagnar. Byggingarreglugerð (byggingarreglugerd.is)

 

 

Athugasemdir eða ábendingar skal senda á netfangið oryggi@hms.is