7. júlí 2025

Hlutdeildarlán í júní 2025

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Mánaðarlegar úthlutanir hlutdeildarlána út árið 2025.
  • 1.049 ný heimili orðið til með aðstoð hlutdeildarlána.
  • Í ár hafa 163 íbúðir verið samþykktar að uppfylla skilyrði til að vera keyptar með hlutdeildarláni, flestar þeirra hafa verið í Hafnarfirði.

Opnað var að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán þann 1. júlí síðastliðinn og mánaðarlegar úthlutanir lánanna jafnframt tryggðar út árið 2025. Til úthlutunar í júlí eru 333 milljónir króna og er umsóknarfrestur til klukkan 12:00 þann 14. júlí.

Rúm­lega eitt þús­und ný heim­ili orð­ið til með að­stoð hlut­deild­ar­lána

Frá því að hlutdeildarlán voru fyrst veitt árið 2020 hefur HMS veitt 1.049 lán til einstaklinga og fjölskyldna sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og hafa getu til þess greiða mánaðarlegar afborganir en eiga erfitt með að safna fyrir fullri útborgun.

Sam­þykkt­ar íbúð­ir

Í ár hafa 163 íbúðir fengið samþykki frá HMS að þær uppfylli skilyrði til þess að vera keyptar með hlutdeildarláni og eru þær flestar staðsettar í Hafnarfirði eða 126 íbúðir. Aðrar íbúðir eru staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins þar á meðal 12 íbúðir á Selfossi og 7 íbúðir í Borgarnesi.

Af þessum 163 íbúðum er 51 íbúð með einu svefnherbergi, 57 íbúðir með tveimur, 49 íbúðir með þremur svefnherbergjum. Nærri þriðjungur íbúðanna eru á stærðarbilinu 60 til 70 fermetra.

Um­sókn­ir með sam­þykkt kauptil­boð í for­gangi

Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa þau til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum. Í forgangi eru umsóknir þar sem staðfest kauptilboð liggur fyrir, auk þess sem miða skal við að á hverju ári verði að minnsta kosti 20% veittra hlutdeildarlána veitt til kaupa á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS