23. júlí 2025

Nýtt Rb-leiðbeiningablað um kíttun er komið út.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Nýtt leiðbeiningablað, Kíttun - Þéttingar í ytra byrði mannvirkja, fjallar með almennum hætti um hönnun, undirbúning og verklag við þéttingar á helstu gerðum fúga og raufa með kítti. Efni blaðsins er að hluta til uppfærsla á eldra Rb blaði frá 1973, Rb Yt 411, Fúguþétting (Felluþétting) Verklýsing.

„Þéttingar milli byggingarhluta í mannvirkjum geta verið margvíslegar en eru þó nær alltaf samspil nokkurra fúgufylliefna. Þegar þétting er unnin með kítti er t.d. steinullartróði komið fyrir í fúgunni, þá bakfyllingu á borð við þéttipulsu og loks kítti sem lokar fúgunni að utan- og innanverðu og þéttir. Slík verk eru því jafnan nefnd kíttun eða að þétta.“

Blaðið er ætlað breiðum hópi lesenda, jafnt fagfólki sem almenningi, og er markmið þess að undirstrika mikilvægi þéttinga í ytra byrði mannvirkja. Fjallað er á aðgengilegan hátt um helstu þætti sem horfa þarf til við hönnun fúga, efnisval og framkvæmd þéttinga með kítti.

Rb-leiðbeiningablöð innihalda tæknilegar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur viðhaldi, verklagi, hönnun og byggingu mannvirkja. Blöðin hafa í gegnum tíðina verið höfð til halds og trausts fyrir fagaðila í byggingariðnaði og hinn almenna húseigenda.

Hér er hægt að nálgast ný og eldri Rb-blöð.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS