17. janúar 2025
17. janúar 2025
Öruggt húsnæði með stuðningi stjórnvalda - opinn fundur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra ávarpar fund um öruggt húsnæði byggt með stuðningi stjórnvalda.
HMS boðar til opins fundar miðvikudaginn 22. janúar kl. 14:00.
Á fundinum verður fjallað um stuðning stjórnvalda við uppbyggingu á húsnæði. Það er mikilvægt samfélagslegt og efnahagslegt verkefni að tryggja nægt aðgengi að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði og auka þannig húsnæðisöryggi tekjulægri hópa.
Fundurinn verður haldinn í HMS í Borgartúni 21 og stendur í um eina klukkustund.
Boðið verður upp á léttar veitingar og verður fundinum verður einnig streymt á hms.is/streymi.
Vonumst til að sjá þig.
Dagskrá:
- Ávarp ráðherra
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra - Íbúðir á viðráðanlegu verði - hvernig fjölgum við þeim?
Elmar Erlendsson, framkvæmdarstjóri húsnæðissviðs HMS - Reynslusaga uppbyggingaraðila
Björn Traustason, framkvæmdarstjóri Bjargs íbúðafélags
Fundarstjóri: Róbert Smári Gunnarsson, sérfræðingur hjá HMS
Skráning á fundinn
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS